Heimkoman – Falleg jólaskilaboð

Núna eru jólin að nálgast og allir að missa sig í að finna jólagjafir, skrifa jólakort, ná bestu tilboðunum, plana, græja og gera. Eins getur verið hausverkur meira að segja að finna út hvað maður vill sjálfur fá í jólagjöf.

Jólin er fjölskylduhátíð. Þegar ég hugsa um fjölskyldu þá er það ekki einu sinni endilega fólk sem er blóðskylt mér. Fólkið sem mér líður best í kringum er fjölskyldan mín, það er bara svo einfalt.

Sjá einnig: „Ekki segja neinum að ég hafi grátið“

Við skulum gefa okkur tíma í þessum mánuði til að sinna þessu fólki í lífi okkar. Ef við föðmumst og kyssumst, gerum það innilega. Ekki bara loftkoss og þurrt faðmlag af einhverri skyldurækni. Taktu utan um fólkið þitt og knúsaðu fast og innilega. Það er svo gott. Það er enginn það upptekinn í desember að nokkur orð og nokkrar mínútur megi ekki fara í fólkið sem þú elskar. Þú veist aldrei nema að næstu jól verði þau ekki einu sinni til staðar.

Sjáið þessi fallegu jólaskilaboð:

SHARE