Heimsóknir barna á neyðarmóttökur verði skráðar – komið í veg fyrir misnotkun

Það á að skrá ALLAR  heimsóknir barna á neyðarmóttökur sjúkrahúsa  landsins á sameiginlegan gagnagrunn til þess að reyna að koma í veg fyrir skelfileg tilvik eins og dauða barnsins Peter Connolly sem varð fyrir hrikalegri misnotkun. 

Verið er að setja þetta nýja kerfi sem kostar 8.6 milljónir punda upp til þess að koma í veg fyrir skelfileg atvik eins og það þegar börnin Peter Connolly sem kallaður var í fréttum “baby P” og Victoria Climbie dóu.

Heilbrigðisstofnanir geta fyrir tilkomu þessa kerfis athugað hvort skráð hefur verið að barnið sé talið í hættu og hvort það hafi fengið læknisaðstoð á öðrum sjúkrahúsum.

Dr Dan Poulter, heilbrigðisráðherra í Bretlandi sagði: “Læknar og hjúkrunarfræðingar eru oft á tíðum það fólk sem fyrst sér börnin sem hafa orðið fyrir ofbeldi og með þvi að fara í gagnagrunninn verður hægt að átta sig mun fyrr en áður hvort um ofbeldi hefur verið að ræða.”

Dr Poulter vonar að þessi dýri búnaður geti “orðið til þess að hægt verði að koma í veg fyrir það að þessir afvegaleiddu foreldrar sem beita börn sín ofbeldi fari með þau á neyðarmóttökur sem þau hafa ekki áður komið á og reyni að slá ryki í augun á heilbrigðisfólkinu að allt sé í besta lagi þegar svo er ekki.“

 

„Það hefur verið erfitt fyrir heilbrigðisstarfsfólk þar til við fengum þennan gagnagrunn, bætti hann við að átta sig á hvort börn sem komið er með hafa áður verið skráð í áhættu eða hvort þau hafa fengið meðferð á mismunandi sjúkrastofnunum og grunur sé um ofbeldi.

Með tilkomu þessa gagnagrunns verður hægt að átta sig miklu fyrr en áður á hvaða börn eru í hættu og búa við ofbeldi og mannslífum verður bjargað”

“Það sem kom fyrir barnið P og Victoriu Climbie var hræðilegt og við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.”

Simon Eccles, sem heldur utan um kerfið við Homerton sjúkrahúsið í Austur London, sagði að hann vonaðist til að með þessu nýja kerfi yrði hægt að greina ástæður smáóhappa og slysa sem börn geta orðið fyrir – ef þau eru að gerast oftar en eðlilegt þykir.

Barnið Peter dó árið 2007 þá 17 mánaða gamall og var þá með yfir 50 sár á líkamanum eftir mömmu sína, bróður sinn og kærasta mömmunnar.

Fólk á Bretlandi var harmi lostið yfir meðferðinni á  Victoriu Climbie, sem var átta ára gömul. Hún dó eftir barsmíðar og brunasár eftir sígarettur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here