Heklað og saumað í vetur

Við erum í gjafastuði og okkur langar til að gefa lesendum smá haustglaðning.

Það er fátt notalegra en að hjúfra sig uppi í sófa með einhverja handavinnu og horfa á uppáhaldsþættina þína eða bíómynd. Það hefur orðið einhver vakning í prjónaska, hekli og saumaskap síðustu misseri og fögnum við því.

Við rákum því upp stór augu þegar við sáum þessar bækur sem voru að koma upp.

Hekl-175x216

Önnur bókin heitir Heklað – Skref fyrir skref. 

Hún er eftir Sally Harding og í henni eru 20 auðveldar uppskriftir en auk þess eru 100 aðferðir og heklmunstur sem frábært er að kunna. Ég er búin að læra nokkur frábær munstur og þau eru útskýrð þannig að hver sem er gæti fylgt leiðbeiningunum.

Það er farið yfir öll grundvallaratriði, aðferðir, garn og áhöld og grunnaðferðir í hekli, eins og munstur, skraut og frágang.

SumadSkrefFyrirSkref-175x214Hin bókin heitir Saumað – Skref fyrir skref

Bókin er eftir Alison Smith og í henni eru 200 gagnlegar aðferðir sýndar og útskýrðar. Það er farið yfir grundvallaratriði í saumum, aðferðum, efnum og áhöldum og hvert skref er útskýrt vandlega.

Snið og saumspor, vélsaumur og handsaumur, faldar og festingar, skraut og frágangur: allt er nákvæmlega sýnt með greinargóðum skýringarljósmyndum.

 

Ef þig langar í þessar bækur eða aðra hvora, þá er það eina sem þú þarft að gera til að eiga séns í að vera dregin út, er að segja okkur hvora bókina þig langar meira í hér í athugasemdir fyrir neðan.

 Við drögum út 19. september.

SHARE