HELGARVAKTIN

 

Helgina 26. – 29. september býður helgarvaktin upp á eftirfarandi viðburði:

TÓNLEIKAR:

Salurinn Kópavogi:
Fimmtudag og föstudag  – Af fingrum fram Jón Ólafsson og gestir, Páll Óskar Allt fyrir ástina kl. 20.30, 3.500 kr.

SKEMMTISTAÐIR:

Enski barinn Hafnarfirði: 
Laugardagskvöld – Júlladiskó. Fjörið byrjar kl. 23 og það er frítt inn.
Vinir enska á facebook eiga möguleika á að vinna flöskuborð hér

Spot Kópavogi: 
Föstudagskvöld – Októberfest þar sem að Hreimur og félagar leika fyrir dansi, miðaverð 1.000 kr.
Laugardagskvöld – Hljómsveitin Gullfoss, miðaverð 2.000 kr.
Vinir Spot á facebook eiga möguleika á að vinna miða hér 

Fylkishöllin: 
Lokaball Fylkis þar sem að Páll Óskar mun trylla lýðinn. Húsið opnar kl. 22, Páll Óskar byrjar að spila kl. 23, 18 ára aldurstakmark og miðaverð 3.ooo kr.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”xc3HARU4ziA”]

 

LEIKHÚS

Borgarleikhúsið: Miðasala s. 568-8000 (opin kl. 10-20).  

Fimmtudagur og föstudagur  – Mary Poppins kl. 19 og Rautt kl. 20. Sunnudagur – Mary Poppins kl. 13.00 og Rautt kl. 10.00.

Þjóðleikhúsið: Miðasala s. 551-1200 (opin kl. 10-18)
Fimmtudagur – Englar alheimsins kl. 19.30
Föstudagur – Maður að mínu skapi kl. 19.30 og Harmsaga kl. 19.30.
Laugardagur – Hættuför í Huliðsdal kl. 13.00 0g 16.00, Skrímslið litla systir mín kl. 14.00, Maður að mínu skapi kl. 19.30 og Harmsaga kl. 19.30.
Sunnudagur – Hættuför í Huliðsdal kl. 13.00 0g 16.00, Skrímslið litla systir mín kl. 14.00, , Engar alheimsins kl. 19.30.

Harpa: Miðasala s.528-5000
Laugardagur – How to become Icelandic in 60 minutes kl. 19.00, 3.950 kr. How to become Icelandic in 60 minutes er leiksýning sem leikin er á ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. 

KVIKMYNDAHÚSIN

Sambíóin – frumsýndar föstudag Don Jon, Welcome to the punch og Runner runner.
Nánari upplýsingar um sýningartíma hér 
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”bcGO_oAahV8″]
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”z8VLeJbekKk”]
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”UFPqyNvNzvU”]

Smárabíó – forsýning föstudag á About time, möguleiki á að vinna miða á facebook hér
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”T7A810duHvw”]

RIFF 

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin tíunda árið í röð og hefst hátíðin með opnunarhátíð í Háskólabíó kl. 20 fimmtudag, opnunarmyndin er Svona er Sanlitun (This is Sanlitun), nýjasta mynd Robert Douglas er grínmynd sem gerist í Kína (í Sanlitun hverfinu í Peking). Gary er í Peking til að meika það. Eftir að honum mistekst að vekja hrifningu kínverskra fjárfesta fer hann að kenna ensku og soga í sig lífsspeki Franks, hins óhæfa læriföður. Raunverulegu ástæðurnar fyrir dvölinni verða ljósar þegar sonur hans og fyrrverandi eiginkona koma til sögunnar.

Allar upplýsingar um dagskrá og sýningartíma hér 
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”suLDK_XTbrU”]

SÓFINN HEIMA

Mæli með The Blacklist sem hefur göngu sína á Stöð 2 á fimmtudagskvöld  kl. 21.10 – Æsispennandi þáttaröð með James Spader í hlutverki eins eftirlýstastasta glæpamanns heims, Raymond Red Reddington, sem gefur sig fram við FBI og býður fram aðstoð sína við að klófesta hættulega glæpa- og hryðjuverkamenn.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”k9_qgX7pTlc”]

Ungfrú heimur laugardagskvöld kl. 19 á Stöð 3 – Útsending frá Balí þar sem keppnin um titilinn ungfrú Heimur fer fram. Lögfræðineminn Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir tekur þátt fyrir Íslands hönd. Kynnar eru Ellý Ármanns og Marín Manda.

Útsvar föstudagskvöld kl. 20 á Rúv – sjöunda þáttaröðin hefst með viðureign Seltjarnarness og Hvalfjarðarsveitar.

Athugið að listinn er alls ekki tæmandi. Ábendingar um viðburði má senda á hun@hun.is.

Njótið helgarinnar.

SHARE