Hélt hún væri barnshafandi en annað kom í ljós

Keely Favell deildi þessari mynd af sé þar sem hún er eins og hún sé komin 9 mánuði á leið. Það var svo aldeilis ekki raunin. Þessi 28 ára gamla kona var með 25 kg æxli í móðurlífinu.

Sjá einnig: 5 vítamín sem konur ættu að taka

Samkvæmt bloggsíðu Keely, sá hún magann byrja að stækka en skammaðist sín of mikið til að fara til læknis. „Ég var hrædd um að vera bara sögð feit,“ segir Keely. Það var svo ekki fyrr en hún fór að upplifa mikla gleymsku í vinnunni sem móðir Keely sannfærði hana um að fara til læknis.

„Ef fólk horfði á mig leit ég bara út fyrir að vera komin 9 mánuði á leið. Ég var svo send í sónar þar sem kom í ljós að þetta var risastórt æxli. Ég var send í snari á spítala og það þurfti að skera mig upp frá bringubeini og niður að lífbeini. Svolítið eins og keisaraskurður var gerður í gamla daga,“ skrifaði Keely á bloggið.

Sjá einnig: Í krabbameinsmeðferð í 5 ár en var ekki með krabbamein

Keely segist hafa öðlast nýtt líf eftir þessa reynslu. Hún segist hafa lært að elska líkama sinn og virða hann enn meira. „Fyrir ári síðan hefði ég ekki deilt svona myndum af mér en ég er miklu öruggari með mig í dag.“

SHARE