Hélt jarðarför á þrítugsafmælinu sínu

Afmælisdagar eiga að vera fagnaðarstund þar sem þú hefur fjölskyldu þína og vini með þér og fagnar því að vera á lífi og því að hafa náð ákveðið mörgum árum á þessari jörð.

Hin rússneska Nizhni Novgorod ákvað að hafa afmælisveisluna sína öðruvísi í ár en hún varð þrítug fyrir skemmstu.

„Hugmyndin var að þetta væri ákveðin kveðja til æskunnar, jarðarför, því ég er orðin gömul núna. Þetta átti að vera fyndin leið til að takast á við kaflaskil í lífinu og á sama tíma að vera hádramatísk. Ég fékk hugmyndina af mynd sem ég sá af Kris Jenner,“ sagði Nizhni í samtali við UNILAD.

Sumu fólki fannst þetta tiltæki konunnar mjög ófyndið og skrifuðu athugasemdir fyrir neðan hjá henni.

 Aðrir voru til í að sjá spaugilegu hliðina á þessu uppátæki

 

 

SHARE