Hélt niðri í sér andanum í 24 mínútur

Budimir Buda Šobat (54) frá Króatíu setti nýverið heimsmet þegar hann hélt í sér andanum í 24 mínútur og 33 sekúndur. Metið var slegið í bænum Sisak undir vökulu auga lækna, blaðamanna og stuðningsmanna.

Budimir hafði um áraraðir mikla ástríðu fyrir kraftlyftingum en fyrir nokkrum árum hætti hann því og fór að leggja stund á fríköfun. Fljótlega varð hann einn af þeim bestu í köfun og sló 24 mínútna metið fyrir þremur árum, sem komst í Heimsmetabók Guinnes.

Sjá einnig: Er sökuð um að hafa „photoshop-að“ höfuð sitt á líkama annarrar konu

Það var svo um seinustu helgi sem hann sló sitt eigið met og var í kafi í 24 mínútur og 33 sekúndur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here