Henni var nauðgað, fór í fóstureyðingu og verður nú kærð fyrir það – Þú getur hjálpað!

Rosmery er þrettán ára stúlka frá Níkaragva. Þegar hún var tólf ára gömul flutti frændi hennar á heimilið. Á meðan Adriana, móðir Rosmery, var útivinnandi nauðgaði frændi hennar Rosmery endurtekið yfir nokkra vikna tímabil.

Móðir stúlkunnar fylltist skelfingu þegar hún uppgötvaði að dóttur sinni hafi verið nauðgað en áfallið varð þó enn meira þegar hún áttaði sig á því að dóttir hennar varð barnshafandi í kjölfar nauðgunarinnar.

Móðir hennar segir: „Tilhugsunin um að barn þyrfti að ala af sér barn var skelfileg…þetta kvaldi mig mjög. Ég hafði einnig þungar áhyggjur af heilsu hennar vegna ungs aldurs“.

Blátt bann er lagt við fóstureyðingum í Níkravaga, jafnvel þó um nauðgun sé að ræða og mæðgurnar sáu engan annan kost í stöðunni en að leita uppi ólöglega fóstureyðingu. Rosmery á nú á hættu að hún verði lögsótt ásamt þeim sem aðstoðuðu hana með fóstureyðinguna.

Þetta hræðilega mál lásum við um á Amnesty international og okkur langar að hvetja alla til að skrifa undir og mótmæla þessu mannréttindabroti!

Á heimasíðu Amnesty international segir:

Taktu þátt og þrýstu á stjórnvöld og alþjóðlega samtök um heim allan að vernda kynlífs-og frjósemisréttindi!

Brotið var á rétti Rosmery á öruggri og löglegri fóstureyðingu, þar sem um nauðgun ræðir og líf hennar og heilsa var í hættu. Slíkur réttur heyrir undir kynlífs-og frjósemisréttindi og þau réttindi eru mannréttindi. Rétturinn til að ákveða hvort, hvenær og með hverjum þú stundar kynlíf heyrir jafnframt undir sömu réttindi. Ennfremur rétturinn á að vera frjáls undan ofbeldi, valdbeitingu og mismunun. Við eigum rétt á vernd gegn þvinguðu hjónabandi og rétt til að ákveða frjálst hvort við giftum okkur eður ei og hvernig fjölskyldu við viljum stofna til. Við eigum rétt á vernd gegn kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og því að vera umskorin/n. Við eigum rétt á kynfræðslu, ráðleggingum um getnaðarvarnir, mæðravernd og kynheilbrigðisþjónustu. Allt þetta og fleira til heyrir undir kynlífs-og frjósemisréttindi og samkvæmt alþjóðalögum ber ríkisstjórnum allra landa að tryggja að allir hafi aðgang að kynheilbrigðisþjónustu sem verndar slík réttindi. Jafnframt ber ríkisstjórnum að veita upplýsingar um sömu réttindi, án mismununar eða valdbeitingar.

Við hvetjum þig til að fara inn á síðu þeirra hér og skrifa undir. Því fyrr því betra!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here