Hetjur eru ekki alltaf hávaxnar eða langlífar – Hetjudáð Jesse Lewis.

Þann 14. desember 2012 réðist hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza inn í Sandy Hook barnaskólann í Sandy Hook Connecticut og skaut 20 börn og 6 fullorðna til bana, áður hafði hann myrt móður sína á heimili þeirra. Adam framdi að lokum sjálfsmorð þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið.

Einn af hinum látnu var Jesse Lewis 6 ára gamall. Það sem að hann gerði síðustu andartök ævi sinnar er það sem gerir hann að hetju og ógleymanlegan vinum sínum sem hann bjargaði þennan dag.
jessie-lewis

Eftir að hafa ruðst inn í bekkjarstofu hjá Jesse og bekkjarfélögum hans og skotið Victoriu kennarann þeirra til bana stóð byssa fjöldamorðingjans á sér. Jesse sá að þarna hafði hann tækifæri og kallaði til bekkjarfélaga sinna sem höfðu hópað sig saman út í horni þar sem þau héldust í hendur. Sex börn flúðu skólastofuna og komust undan heil á húfi.

jessielewis

“Hann öskraði: hlaupið þið! Síðan náði morðinginn að endurhlaða byssuna og skjóta hann í höfuðið”, segir móðir Jesse, Scarlett Lewis, sem fékk vitneskju um atburði þá sem áttu sér stað í skólastofunni frá rannsóknaraðilum.

School Shooting Victims Mother

“Þegar ég heyrði að hann hefði notað síðustu sekúndur lífs síns til að bjarga vinum sínum varð ég ekki hissa. Ég er svo stolt af honum”.

lewis_fam

Sex börn eiga líf sitt Jesse að þakka.

JesseLewis1

Móðir hans hefur stofnað sjóð til minningar um Jesse og er markmið sjóðsins að velja ást umfram hatur.
Finna má upplýsingar um sjóðinn hér

Jessie-Lewis-clear-image

SHARE