Hin raunverulega Britney Spears

Það eru engir olíubornir magavöðvar á þessum myndum en hin 38 ára gamla Britney Spears ákvað að deila þessum myndum á Instagram.

Við myndirnar skrifaði hún: „Instagram vs. raunveruleikinn!!! Mig langaði að sýna ykkur hvernig ég lít út dagsdaglega 🤓 !!!! Ég get verið mjög óörugg þegar teknar eru myndir af mér, ef ég er ekki undir það búin… svo ég hef alltaf mikið fyrir því að líta vel út… En þið vitið, stundum er svo gott að reyna ekki of mikið og leyfa grímunni að falla!! Í því felst mikill styrkur.

SHARE