Hitaeiningabomba – Epla og snickers salat – Uppskrift

Salatið þarf ekki alltaf að vera meinhollt.  Í þessu  sæta salati eru epli og  Snickers! Sjáðu hvað fólk verður hissa þegar þú berð þetta fram!  

Maður þarf ekki alltaf að vera með eintóm græn laufblöð og hollustu í salatinu. Það getur verið gaman einstaka sinnum að setja eitthvað þessu líkt saman. Hér eru grænir  eplabitar og niðurskorið Snickers súkkulaði sett út í þeyttan rjóma og þá er kominn „alveg draumur í dósum“.

Hitaeiningabomba: epla og Snickers eftirmatur  

Fyrir  6-8

Efni:

  • 6 græn epli, skorin í bita
  • 6 Snickers lengjur, skornar í bita
  • 1 pakki vanilla eða karamellubúðingur
  • 1/2 bolli matreiðslurjómi
  • 1 peli rjómi
  • Karamellu sósa 
  • Aðferð:
  1. Skerið epli og Snickers í bita.
  2. Setjið búðingsduftið í skál, hellið matreiðslurjómanum út í og þeytið. Blandið rjómanum ( sem búið er að þeyta) út í, hellið eplum og Snickers saman við og blandið.
  3. Látið standa í ísskáp ca. klukkustund áður en eftirmaturinn er borinn fram.  Gott að skreyta með karamellusósu!
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here