Hitti Bruce Willis í Los Angeles og fraus gjörsamlega – Ásdís Rán í Yfirheyrslunni

Ofurmódelið Ásdís Rán hóf starfsferil sinn á Sprengisandi á matsölustað en hefur í dag starfað í mörg ár sem fyrirsæta og hefur meðal annars setið fyrir í Playboy.

Ásdís Rán ætlar að deila með okkur nokkrum leyndarmálum í Yfirheyrslunni í dag.

 

Fullt nafn: Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Aldur: 34

Hjúskaparstaða: Single

Atvinna: eldhugi, frumkvöðull og Ísdrottning

Hver var fyrsta atvinna Þín? Minnir að það hafi verið á Sprengisandi matsölustaðnum hjá Ragnari Tómassyni þegar ég var unglingur.

Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Bleikur vind-íþróttagalli sem þá var mikið í tísku og hélt að hann væri svaka cool.  Væri samt til í að eiga hann núna…

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?  Já ég á nokkur, en ætla ekki að gefa þau upp núna 😉

Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?  Já það hefur gerst nokkrum sinnum en mundi ekki láta það gerast  í dag.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei hef ekki gert það hingað til..

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í  Þegar ég hitti Bruce Willis í LA og fékk algjört „brainfreeze“ og það vall upp úr mér einhver vitleysa og ég vissi varla hvað ég hét.  Ég var rosa skotin í honum á þessum tíma og svo birtist hann allt í einu beint fyrir framan mig og var eitthvað  að daðra við mig þegar ég gerð mér grein fyrir því hver þetta var fraus ég.  Ég mundi vilja taka þetta „mómennt“ aftur!

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Í flottum íþróttagalla

Hefurðu komplexa?

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? ? „The greatest pleasure in life is doing what people say you cannot do.“

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook

Hundur eða köttur? Köttur

Ertu ástfangin? Já af lífinu

Hefurðu brotið lög? Já borgaði nokkrum sinnum löggunni í Sofiu til að sleppa við umferðasektir.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? ? Já græt oftast í Brúðkaupum

Hefurðu stolið einhverju? ? Já prufaði það þegar ég var yngri en ætla ekki að ræða það frekar.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Ekkert eitthvað sérstakt en margir hlutir sem ég hefði viljað gera öðruvísi – en maður lærir víst ekki nema af mistökum.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? „Chillandi“ í einhverju heitu, framandi landi með hvítvín í annarri 😉

 

 

SHARE