Alfa er 1 árs gamall Schäfer sem Katrín og unnusti hennar Ólafur fengu í október 2014. „Við höfum átt hana síðan hún var bara hvolpur og í byrjun ágúst flutti ég með unnusta mínum til Frakklands þar sem hann er í atvinnumennsku í körfubolta.  Við ákváðum að hafa hundinn hjá mömmu minni og pabba sem búa í Danmörku á sveitabæ með fullt af íslenskum hestum og þau eiga einnig Schäfer hund svo okkur líkaði vel við að hún myndi fá að hlaupa um laus og fá að njóta sín aðeins í sveitinni,“ segir Katrín í smá spjalli við Hún.is. Við rákumst á þetta skemmtilega myndbrot á Facebook þar sem Alfa er að hitta „pabba“ sinn eftir að hafa ekki hitt hann í nokkra mánuði.

[facebook_embedded_post href=“https://www.facebook.com/katrineyberg/videos/10153512261504177/?theater“]

Það fer ekki á milli mála að Alfa þekkir Ólaf og það er dásamlegt að sjá hana þegar henni verður það ljóst hver er þarna á ferð.

 

SHARE