Hjaltalín blæs til veislu 16. apríl í Hörpu

Hljómsveitin Hjaltalín blæs til veislu og heldur stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 16. apríl, sem er dagurinn fyrir skírdag. Með þessum tónleikum verður Hjaltalín fyrsta hljómsveitin af yngri kynslóðinni til að halda sína eigin tónleika í hinum tilkomumikla sal Hörpu.

Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur, þá ekki síst meðal tónlistargagagnrýnenda um allan heim. Sveitin mun jafnframt frumflytja nýtt efni á tónleikunum. Engu verður til sparað hvað varðar ljós, hljóð og annað sem viðkemur tónleikana og þá mun einnig strengjasveit koma fram með Hjaltalín.

Miðaverði hefur verið sérstaklega stillt í hóf og hvetja meðlimir Hjaltalín ungt fólk sérstaklega til að nýta tækifærið og upplifa þann magnaða seið sem Hjaltalín og Harpa munu í sameiningu efla þessa ágætu kvöldstund.

https://www.youtube.com/watch?v=FgmcZ9HsHWo

Umsagnir um Enter 4:

Skyldueign!“ 10/10 Rás 2

Frábær plata, sannkallað meistaraverk!“ 5/5 Fréttablaðið

Algerlega frábær plata!“ 4.5/5 DV

Framúrskarandi Hjaltalín“ 4.5/5 Morgunblaðið

“This is one of the most extraordinary album I’ve ever heard. A masterpiece!” The Sunday Times
A troubled soul channels his demons into a minor masterpiece” 8/10 Clash
Moving return. A personal, affecting album” 4/5 Mojo
Has a sense of cathartic, liberating joy” 4/5 Q

Verðlaunaplata Kraumslistans 2012

Plata ársins 2012 – The Reykjavík Grapevine Music Awards

with their new album, ‘Enter 4,’ not only have they made the best Icelandic album of 2012 by a country mile, they’ve gone and  created a record that’s probably one of the most searingly bleak and honest record from an Icelandic group in what feels like…forever?” The Reykjavík Grapevine

 

SHARE