Hjúkrunarfræðingur rekinn eftir skelfilega meðferð á nýfæddu barni

Faðir tveggja daga gamals barns sá hryllilegan atburð eiga sér stað á spítala í New York þann 6. febrúar. Amma litla barnsins sagði í samtali við News 12 að litla drengnum hafi verið kastað til eins og dúkku af hjúkrunarfræðingi og faðir hans hafi náð því á myndband. Litli drengurinn var inni á spítalanum vegna sýkingar og má sjá hvar hann er rifinn upp úr rúminu, snúið við og skellt á andlitið.

Faðir drengsins tilkynnti atvikið um leið og hjúkrunarfræðingurinn sendur heim. Móðir drengsins sagði í samtali við NBC New York: „Þetta var hrikalegt, ég gat ekki hætt að gráta og gat ekki einu sinni sofið,“ en konan segist hafa farið og talað við hjúkrunarfræðinginn: „Ég sagði henni að ég vildi ekki að hún myndi snerta barnið mitt. Þú skelltir honum niður.“

Sjá einnig: Eineggja tvíburar vilja verða ófrískar á sama tíma með sama manni

Hjúkrunarfræðingurinn var rekinn í kjölfar þessa og verið er að rannsaka málið til hlítar. Einnig hefur skapast umræða um það hvort eigi að hafa gardínur fyrir gluggum í herbergjum þar sem lítil börn hvíla í vöggum á spítölum, eins og vöggustofum.

Pabbi drengsins var að mynda litla krúttið sitt þegar atvikið átti sér stað en hann fór að gráta og þá kom þessi hjúkrunarfræðingur og lét finna fyrir sér. Að svona fólk vinni í heilbrigðisgeiranum er ofar okkar skilning.

SHARE