Hljómahöllin – Rokksafn Íslands – Myndir

Hljómahöllin – Rokksafn opnaði formlega um helgina í bítlabænum Reykjanesbæ með glæsilegri tónlistarveislu. Hljómahöllin er viðbygging við gamla góða Stapann í Njarðvíkurhverfi, sem hafðu áður verið endurhannaður og endurbyggður með glæsilegum hætti. Í Hljómahöllinni er Rokksafn þar sem íslenskri tónlistarsögu er gerð góð skil, sama hvort um sé að ræða gamla sem og samtíma sögu okkar íslensku tónlistamanna.

 

10173687_627622897310971_8992493793610207084_n

 

Hljómahöllin er glæsileg bygging sem er bæjarfélaginu til sóma. Innan dyra heldur glæsileikinn áfram. Sagan er endurspegluð með umfjöllun og ljósmyndum, hljóðfærum fatnaði stjarnanna og þar má meðal annars finna hvíta gallann hans Páls Óskars með led lýsingunni sem hann klæddist í Hörpunni með eftirminnilegum hætti. Þá er tónleikasalur og bíósalur, kaffihús og bar. Þá vekur mikla athygli listaverk af hljómsveitinni Hjálmar. En íslensk listakona smíðaði hvern og einn í hljómsveitinni ásamt hljóðfærum úr timbri. Þá er algjör snilld að gestir safnsins fá afhenta spjaldtölvu til að kafa dýpra í söguna sem spannar tónlistarsöguna allt frá 1830. Þá er frægðarveggur með myndum af öllum sem hafa fengið heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá er rokk-búð þar sem tónlist og munir eru fáanlegir.

 

10003273_627624223977505_3620741382654121798_n

 

Það er við hæfi að Rokksafn Íslands sé staðsett í Reykjanesbæ. Sagan á sér djúpar rætur í bæjarfélaginu og margir af helstu stórstjörnum íslenskrar tónlistar koma þaðan eða hafa stigið sín fyrstu spor þar, sama hvort það var á balli í Stapanum eða í Stúdíóinu Geimsteini hjá Rúnari Júl heitnum. Reykjanesbær á hrós skilið fyrir safnið og Hljómahöllina sem á eflaust eftir að laða að gesti sem vilja fræðast um okkar frábæra tónlistarfólk og eiga þennan heiður svo sannarlega skilinn.

 

 

 

SHARE