Hnetusmjörskökur

Þessar æðislegu hnetusmjörskökur koma frá Café Sigrún. 

Innihald

  • 250 ml hnetusmjör án viðbætts sykurs, mjúkt eða milligróft
  • 130 g rapadura hrásykur (eða annar hrásykur)
  • 1 egg

Aðferð

  1. Hrærið saman eggi, rapadura hrásykri og hnetusmjöri. Hrærið þangað til allt er kekkjalaust og mjúkt. Gott er að nota handhrærivél en ekki nauðsynlegt.
  2. Hnoðið deigið lítillega.
  3. Mótið litlar kúlur og setjið þær á bökunarplötu með bökunarpappír undir.
  4. Ýtið létt ofan á hverja kúlu með gaffli (gott að bleyta hann á milli).
  5. Bakið við 200°C í 10-12 mínútur eða þangað til kökurnar eru farnar að taka lit.
  6. Kökurnar eru MJÖG linar þegar þær koma beint úr ofninum en harðna þegar þær kólna og verða þá stökkar.

Endilega smellið á like á Facebook síðu Café Sigrún

SHARE