Höfðu verið skilin í 6 ár þegar löðrungurinn átti sér stað

Jada Pinkett Smith(52) sagði frá því viðtali við People, að hún og Will Smith(55) höfðu verið skilin að borði og sæng í sex ár þegar Will sló Chris Rock svo eftirminnilega á Óskarsverðlaununum 2022.
„Við erum ennþá að reyna að finna útúr okkar málum. Við höfum verið að vinna mjög erfiða vinnu saman. Við elskum hvort annað mjög mikið og viljum sjá hvert við getum farið með það.“

Jada segir að hún hafi í fyrstu haldið að það væri eitthvað grín í gangi þegar Will sló Chris. Það var ekki fyrr en Will kom til baka sem hún áttaði sig á því að þetta hafði ekki verið neitt glens. Chris gerði eitthvert grín að hárleysi Jada, en hún er með sjúkdóm sem er kallaður alopecia og lýsir sér með hármissi, og þetta grín fór ekki vel í Will.

Þó að Jada og Will hafi verið skilin að borði og sæng árum saman hefur enginn í fjölskyldunni tjáð sig um það opinberlega að það séu vandamál í hjónabandinu. Þau hafa mætt á viðburði sem fjölskylda og meira að segja keypt nýja fasteign saman. Söngvarinn August Alsina sagði frá því opinberlega að hann hefði átt í ástarsambandi við Jada og að Will hafi vitað allt um það. Þau neituðu þessum sögusögnum alfarið á sínum tíma en seinna hefur Jada sagt að hún hafi átt í stuttu ástarsambandi við August en það hafi verið eftir að þau skildu.

Will sagði um það bil ári seinna að hann og Jada væru í opnu hjónabandi því þau tryðu því að hjónaband ætti ekki að vera „eins og fangelsi“.

„Ég mæli ekki með okkar leið við neinn, en upplifunin af þessu frelsi sem við höfum gefið hvort öðru og skilyrðislaus stuðningurinn, er að mínu mati skilgreiningin á ást,“ sagði Will í viðtali við GQ.


Sjá einnig:

SHARE