Var flengd fyrir að klæða sig eins „bæjardrusla“

Dolly Parton hefur alltaf samkvæm sjálfri sér, jafnvel þó það hafi stundum komið henni í vandræði. Í viðtali við söngkonuna í Guardian sem birt var á mánudag, sagði Dolly að hún hefði alltaf byggt útlit sitt á því að líta út eins og „bæjardruslan“, í stuttu, þröngu pilsi og á háum hælum. „Hún (bæjardruslan) var glæsileg. Með skærrauðan varalit og langar rauðar neglur. Hún var í háum hælum, stuttum pilsum, stuttum bolum og mér fannst hún alltaf falleg,“ sagði Dolly í viðtalinu. „Þó að fólk segði: „Hún er bara drusla,“ sagði ég alltaf: „O jæja, en ég ætla að verða svona þegar ég verð stór.“

Það voru samt ekki allir sáttir við útlit Dolly en presturinn, afi hennar, var vanur að refsa henni líkamlega fyrir hvernig hún klæddi sig. En Dolly var alveg sama. „Ég var tilbúin að taka við refsingunni en líkaði það ekki. Ég var mjög viðkvæm og það særði tilfinningar mínar að vera skömmuð og flengd. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá lætur maður sig hafa ýmislegt.,“ sagði Dolly. Þó svo að sumir litu á hana sem „bæjardrusluna“ eða „pakk“ fannst Dolly útlit hennar frekar táknrænt fyrir eitthvað allt annað: Flótta frá þessu venjulega.

Móðir söngkonunnar og næstum því allar aðrar konur í bænum hennar í Tennessee, vörðu megninu af lífi sínu í að sjá um heimilið og eignast börn en Dolly langaði ekki í svoleiðis líf fyrir sjálfa sig. „Ég ólst upp með konum sem vissu hvernig góðar mæður eru, en ég var viss um að Guð hefði annað plan fyrir mig. „Það verður einhver að sjá um að skemmta þessu fólki og skrifa lög um það. Ég get skrifað lag um að ég sé með fullt hús af krökkum og lag um að ég eigi eiginmann sem heldur framhjá þó svo ég hafi aldrei lent í því sjálf. En ég veit hvernig það er, því ég hef séð það og verið í kringum fólk sem hefur lent í svona. Það er ekkert í þessum heimi svo framandi að ég skilji það ekki,“ segir Dolly en með hverju árinu hefur hárið hennar stækkað og demöntunum í fötum hennar fjölgað. Í nýrri bók frá söngkonunni „Behind the Seams: My Life in Rhinestones,” er farið yfir feril stjörnunnar í máli og ekki síður í myndum.

SHARE