Höfuðverkur á blæðingum

Blæðingar eru leiðinlegar og það er ekki nóg með að það sé að blæða úr okkur heldur þurfum við að fá krampa og vera uppþembdar líka. Sumar konur fá að auki mikla höfuðverki á þessum tíma mánaðarins, svona til að auka við „gleðina“.

Ef þú ert ein þessara kvenna, þá hjálpar þér kannski að vita að þú ert ekki ein og þetta er engin ímyndun. Mígreni á blæðingum og aðrir höfuðverkir á/eða fyrir blæðingar eru raunverulegt fyrirbæri og sérfræðingarnir segja að þetta sé frekar algengt hjá konum.

Hér er það sem þú þarft að vita um þetta og hvað er hægt að gera.

Af hverju fæ ég höfuðverk á blæðingum?

„Hormónar þínir flökta á tíðahringnum,“ segir James Woods, prófessor í fæðinga- og kvenlækningum í Háskólanum í Rochester. „Rétt áður en blæðingarnar byrja, lækkar estrógenmagnið hjá þér verulega.“

.”Fólk gerir sér stundum ekki grein fyrir að hormónar eru tengd efnaskiptum í heilanum og andlegu ástandi okkar,“ segir James. „Allar skyndilegar breytingar í hormónastarfsemi geta þýtt breytingar í skapi og kvíða, eða að það geti valdið því að maður fær höfuðverk.“

Sjá einnig: 7 hlutir sem geta valdið höfuðverkjum

Rannsóknir sýna að um 20% kvenna (og um 60% kvenna sem fá reglulega mígreni) upplifa einhverskonar mígreni tengt blæðingum. Þessir höfuðverkir geta komið 2 dögum fyrir blæðingar og 3 fyrstu dagana á blæðingunum.

„Það er erfitt að segja til um það hvaða höfuðverkir eru mígreni,“ segir James. „Við getum samt sagt að meirihluti þessara höfuðverkja er tengt falli á hormónamagni.“

Hvað er til ráða?

Fyrst að höfuðverkir á blæðingum byrja oftast vegna breytinga á hormónamagni getur verið gott að koma í veg fyrir mikið flökt á hormónum. „Getnaðarvarnarpilla sem jafnar út hormónana út mánuðinn og það getur hjálpað,“ segir James.

„Sumar konur fá samt höfuðverk í vikunni sem maður tekur pásu. Þá er oft mælt með því að sleppa pásunni og byrja strax á nýjum skammti. Þú getur gert þetta í um 2 ár,“ segir James.

Konur sem eru að fara í gegnum tíðahvörf fá oft mígreni í kringum blæðingar líka. Þá getur hjálpað að fá estrógen frá lækni en það getur hjálpað til við að koma jafnvægi á hormónana. Þegar kona hættir að fara á blæðingar, getur líka verið að þessi mígreni hætti.

Sjá einnig: Höfuðverkur upprunninn frá hálsi

Það getur auðvitað líka hjálpað til að taka Íbúfen og aðrar verkjatöflur fyrir þær konur sem vilja ekki/geta ekki tekið hormóna. „Sumum konum finnst sterkt kaffi hjálpa og venjuleg mígrenislyf,“ segir James.

„Stress getur líka valdið höfuðverkjum. Þess vegna er svakalega gott að slaka á þegar þú ert á blæðingum. Einnig er gott að fara í aðrar meðferðir eins og nálastungur, jóga og fleira,“ segir James. Hann bætir líka við að hver og ein kona þurfi að finna bestu leiðina fyrir sig.

Heimildir: Health.com

SHARE