Holl súkkulaðikaka – Uppskrift

Þessa uppskrift fann ég á Facebook. Fyrir þá sem eru með sæta tönn en vilja hafa þetta í hollari kantinum.

Súkkulaðikaka

1 bolli ristaðar kókosflögur (skornar svo niður í litla bita eftir ristunina)
1 bolli saxaðar valhnetur

1 bolli niðurskornar döðlur
1 bolli niðurskornar sveskjur
1 bananiAllt sett saman í hrærivél, kakan smurð á disk, sett inn í frysti í 20 mín

Kremið:
1-2 plötur dökkt súkkulaði
1 tsk kókosolía

Brætt saman í potti og svo hellt á kökuna eftir að hún kemur úr frysti.

SHARE