Honey Boo Boo í myndatöku hjá Vogue

Honey Boo Boo eða Alana Thompson eins og hún var skírð, lítur svakalega vel út í nýjasta tölublaði Teen Vogue. Stúlkan, sem nú er 15 ára, er ólík sjálfri sér en hún er förðuð og klædd tískufatnaði, þar á meðal fjólubláum kjól frá Azeeza og gallabuxum.

Í viðtalinu í blaðinu er Honey Boo Boo mjög opin og einlæg og segir frá því hvernig hún hefur þurft að þola líkamsskömm í gegnum árin. „Mér finnst mín kynslóð vera að gera þetta verra. Það tala allir um jákvæða líkamsímynd, alveg þangað til þeir sjá líkama sem þeim mislíkar. Ég skil ekki af hverju fólk hugsar svona. Þó ég sé með smá kjöt á beinunum, þarftu að hata mig? Ég mun aldrei skilja þetta,“ segir Honey.

Hún lætur gagnrýnina ekki á sig fá og segir: „Sko ég veit að ég er falleg og er með fallegan líkama, svo mér er alveg sama. Honey segist ekki eiga marga vini, því hún eigi erfitt með að treysta fólki, en hún lítur á kærastann sinn sem sinn besta vin.

SHARE