Hönnuðu rúm fyrir alla fjölskylduna

Hvað gerist ef maður á 5 börn undir 12 ára aldri sem vilja öll sofa sem næst foreldrum sínum? Boyce fjölskyldan lét sig ekki muna um að hanna „fjölskyldurúm“ sem er hannað til að rúma ALLA fjölskylduna.

Tom og Elizabeth eiga Zach (11), Izzy (9), Ben (7), Owen (3) og Elijah (1) og þau deila öll sama rúminu.

Hvernig er þetta hægt?

family-bed-full-image-600x400

Elizabeth og Tom eru með blogg þar sem þau birtu myndir af rúminu sínu og svöruðu öllum spurningum sem brunnu á fólki. Það fyrsta sem mörgum dettur í hug er kynlíf. Hvernig á það að geta farið fram þegar þetta er orðið svona? Elizabeth útskýrir þetta:

„Kynlífið þarf ekki endilega að fara fram í rúminu. Þegar allir fluttu í eitt herbergi í húsinu, losnuðu fullt af herbergjum svo við höfum nokkur herbergi núna sem eru laus alla nóttina. Nú eru ekki lítil börn ráfandi um húsið á nóttunni, að reyna að sannfæra okkur um að fá að koma uppí.“

Sjá einnig: 9 leiðir til að skipuleggja baðið og svefnherbergið

Ætli þetta gæti ekki bara verið ágætis lausn fyrir margar fjölskyldur? Ellizabeth segir að þetta fyrirkomulag hafi hjálpað börnunum og þeim foreldrunum að sofa betur á nóttunni og hafi alls ekki verið neitt vesen.

family-bed-layout-600x400

 

Aðspurð hvort börnin fari öll á sama tíma í rúmið segir Elizabeth: „Þau yngstu fara að sofa klukkan hálfátta, miðbörnin tvö fara svo að sofa kl hálfníu og sá elsti fer að sofa hálftíu. Við förum svo yfirleitt upp í rúm kl hálfellefu.“

co-sleeping-kids-600x300
Barnaskari Elizabeth og Tom

 

Sjá einnig: Lykillinn að góðum nætursvefni – Með tveimur innihaldsefnum

Hvað segið þið foreldrar? Mynduð þið vilja eiga svona rúm heima hjá ykkur?

 

 

 

 

SHARE