Hönnun innblásin af íslenskri náttúru – Ísafold Bistró

Ég fór út að borða á miðvikudaginn á nýjum stað í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið á Ísafold Bistró Bar & Spa. Staðurinn er í húsinu sem einu sinni hýsti Ísafold Prentsmiðju og dregur nafn sitt af því.

IMG_0318

Staðurinn er alveg einstaklega huggulegur og kósý og hönnun staðarins er innblásin af íslenskri náttúru.

Matargerðin er líka að mestu úr fersku íslensku hráefni og matseðill er árstíðarbundinn og því var hann fjölbreyttur og skemmtilegur.

Við fórum 3 saman og vorum öll að fara í fyrsta skipti á Ísafold Bístró. Við pöntuðum okkur mismunandi mat og vorum öll alveg í skýjunum með matinn og drykkirnir voru líka ferskir og góðir.IMG_0297

 

Þjónustustúlkan okkar var svo hress og skemmtileg sem gerði það að verkum að kvöldið varð enn meira ánægjulegt.

 

Það sem gerir Ísafold Bístró frábrugðin öðrum veitingastöðum er að það er Spa, inn af staðnum og svo er líka fundaraðstaða á staðnum. Það er náttúrulega rosalega góð hugmynd að fara í spa og svo beint að borða, þarft ekki einu sinni að fara langt!

 

Eftir matinn fórum við svo yfir á Ísafold barinn, en það er innangengt á milli veitingastaðarins og barsins. Þar eru notalegir sófar og þægilegt að fá sér einn drykk, svona eftir matinn.

Hér eru svo fleiri myndir frá þessu kvöldi en þetta var allt saman svo ótrúlega vel heppnað að ég fann mig knúna til að deila því með ykkur.

SHARE