Nú er tíminn fyrir rómantík, kertaljós og notalegheit. Þess vegna er Hópkaupstilboð vikunnar hentugt fyrir pör sem vilja gera vel við sig og fara út að borða. Um er að ræða rómantískan tveggja rétta kvöldverð og vínflösku á Rub23 Reykjavík á aðeins 11.900 kr sem annars myndi kosta 19.860 kr.
Matseðillinn er ótrúlega girnilegur en í forrétt er rjómalöguð sjávarréttasúpa, kókos, limelauf og chilli. Í aðalrétt er svo rib eye og mitt eftirlætis rub. Borið fram með kartöflublöndu bóndans, salati og soðsósu. Vínið er flaska af Canepa Classico Carmenere vínflaska.
Hljómar dásamlega!
Rub23 er íslenskur veitingastaður sem notar hráefni frá íslenskum fiksimönnum og bændum og notar hugvit frá Asíu og Ameríku. Þeir sérhæfa sig í sjávarréttum og eru með mikið úrval sushi-rétta í bland við steikur og eftirrétti.
Eigið þið ekki skilið smá dekur? Smelltu hér til þess að nýta þér þetta frábæra tilboð!

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.