Hot Dudes Reading: Gáfumannaklám tröllríður Instagram

Það er einhver sjarmerandi blær yfir þeim karlmönnum sem lesa. Grúfa sig ofan í bækur, gáfulegir á svip og hnykla brýrnar. Að ekki sé minnst á þá sem bera gleraugu. Hvað þá að reka augun í einn slíkan á heimleið – eftir langan vinnudag – í strætó, á stoppustöðinni, jafnvel í lestinni ef ferðalagið á sér stað á meginlandi Evrópu.

2594B28F00000578-0-image-m-38_1423730072213

Yndislegt – freistandi og ferlega forboðið. Hvað ætli maðurinn sé að lesa? Ætli hann hafi lesi fleiri bækur? Les hann alltaf á heimleið? Hvaða saga er að baki manninum?

2594B2A000000578-0-image-m-37_1423730061736

Til allrar hamingju erum við á sama máli og þúsundir annarra kvenna, sem allar elta Instagram notandann @hotdudesreading en þar má sjá. Einmitt. Freistandi ljósmyndir af karlmönnum. Með bók í hönd.

2594B29A00000578-0-image-m-31_1423729591066

2594B2AB00000578-2950398-Superman_A_crowded_F_train_won_t_stop_this_Clark_Kent_lookalike_-a-6_1423791021399

Þó Hot Dudes Reading hafi ekki verið lengi á Instagram, eru fylgjendur yfir 100.000 talsins og er ekkert lát á vinsældunum. Aðeins tvær vikur eru síðan síðan fór í loftið og því augljóst að karlmenn sem lesa, eru kynþokkafullir með eindæmum – alla vega ef marka má vinsældirnar og athugasemdirnar láta ekki á sér standa heldur.

2594B26E00000578-0-image-m-41_1423730104190

2594B2B600000578-0-image-m-33_1423729638906

Allar ljósmyndirnar eru teknar í neðanjarðarlestum innan New York borgar og sennilega situr því einhver farþeginn og smellir laumulega af meðan grunlaus kyntröllin fletta gegnum blaðsíðurnar, sem gerir allt áhorfið enn skemmtilegra.

2594B28200000578-2950398-_Sexy_stud_Commenting_on_his_wide_power_stance_this_chap_on_the_-a-7_1423791021458

2594B28B00000578-2950398-_Crisp_cutie_This_warmly_dressed_man_on_the_F_train_probably_spe-a-5_1423791021370

Hot Dudes Reading er því klámsíða þeirra sem laðast að gáfum, vitsmunum … og sannarlega heimsbókmenntum. Dásamleg Instagram síða sem segir sex; hvort sem kyntröllin eru með nefið ofan í dagblaði, tímariti eða hnausþykkum doðranti. Yndisleg síða sem vert er að fylgja eftir.

 2594B2C300000578-0-image-m-32_1423729625448

Tengdar greinar:

LUMBERSEXUAL: Fúlskeggjuð kyntröll sem gneista af karlmennsku

BeardBaubles: Alvöru karlmenn setja jólakúlur í skeggin í ár!

Kynþokkafyllstu karlmenn ársins 2015

SHARE