Hrossakjöt var í réttunum í stað nautakjöts

Það hefur komið á daginn að hrossakjöt var í tilbúnum kjötréttum í verslunum og í skólamáltíðum  á Englandi. Komi upp grunur um að ekki sé allt með felldu, m.ö.o. að innihaldslýsing sé ekki rétt er tiltölulega auðvelt að greina af hvaða dýri kjötið er með því að greina DNA þess.  Framleiðendur  réttanna segjast alveg eyðilagðir yfir þessar „uppákomu“, þeir hafi bara fengið hrossakjöt í staðinn fyrir nautakjöt frá heildsölunum og hafi ekkert vitað um þetta. Þeir muni vinna ötullega með matvælaeftirltiinu í framtíðinni til að koma í veg fyrir að svona lagað geti endutekið sig.  Og þeir segjast biðjast innilega afsökunar.

Yfirvöld segja að þessi uppákoma hafi ekki skaðað heilsu fólks en málið sé það að fólk eigi að geta treyst því að rétt sé sagt til um hvaða hráefni sé í tilbúnum réttum. Og skólar í Englandi munu ekki framar verlsa við fyrirtækið sem seldi þeim þennan mat.  Verið er að athuga framleiðslu hjá fleiri matvælaframleiðendum á Englandi í framhaldi þessa máls og einhverjir ábyrðarmenn hafa verið handteknir þar sem þeir eru grunaðir um að hafa vitandi vits notað krossakjöt í framleiðslu sína og sagst nota nautakjöt.

Við íslendingar myndum nú ekki kippa okkur upp við þetta. Enda margir sem tala um að hrossakjöt sé betra en nautakjöt. Auðvitað er það samt sem áður mjög rangt að segja ekki rétt til um innihaldið í matnum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here