Húðin þarf mikla næringu á þessum tíma árs

Það er rosalega gott að næra húðina vel þegar byrjar að kólna í veðri. Að setja á sig maska einu sinni til tvisvar í viku getur gert kraftaverk fyrir húðina og látið hana ljóma. 

Organic skincare línan er mjög viðamikil og allir geta fundið vörur sem henta þeim. Hér eru nokkrar frábærar vörur sem allir ættu að eiga í baðskápnum hjá sér, bæði fyrir andlit og líkama. 

Allar vörurnar eru hluti af Organic Skincare línunni frá Laugar Spa, unnar úr náttúrulegum innihaldsefnum sem næra og vernda húðina á náttúrulegan hátt.

Andlitið

FACE MUD MASK - UNISEX

Þessi maski fjarlægir dauðar húðfrumur, hefur örvandi áhrif á blóðrásina sem eykur hreinsun húðarinnar. Maskinn notast 1-2 sinnum í viku og þú munt sjá mun eftir eitt skipti. Húðin verður hreinni og þéttari og áferðin slétt og falleg. Maskinn hentar öllum húðgerðum, sérstaklega góður fyrir blandaða/feita húðgerð því maskinn dregur úr fituframleiðslu á yfirborði húðar. Fyrir þurra/viðkvæma húðgerð er hann sérstaklega góður til að fjarlægja dauðar húðfrumur og stinna húðina.

FACE RADIANT - UNISEX

Radiant mask er næringarmaski sem gefur húðinni raka og ljóma á augabragði. Frábær maski sem gæðir húðina nýju lífi og gefur henni aukinn frískleika. Hann örvar blóðrásina, fjarlægir dauðar húðfrumur, jafnar húðlit, dregur saman húðholur og gefur frískleika. Sjáanlegur munur er á auknum frískleika og ljóma eftir 5-15 mínútur. Hentar öllum húðgerðum.

 

FACE E VITAMIN BOOSTER

E-vítamín virknin í þessari einstöku formúlu er unnið úr Tocopherols úr Sun flower olíu, sem er talin innihalda mesta hreina E-vítamín sem hægt er að fá bæði í inntöku og í áburð. Hindrar virkni stakeinda (losar um dauðar húðfrumur), er fyrirbyggjandi gegn öldrun húðar og gefur húðinni næringu, andoxunarefni og ljóma, dregur úr fínum línum og þrengir opnar húðholur. Frábær fyrir viðkvæma húð og einnig feita húð þar sem Sun Flower olían hefur þann eiginleika að vera bakteríu hreinsandi.

Líkaminn

BODY - HEALING BALM - UNISEX

Þessi Healing Balm lyktar eins og draumur en hann lyktar af lemongrass og lavender. Hann er E-vítamín sprengja sem græðir, mýkir og nærir.

Hentar vel fyrir allar húðgerðir en er sérstaklega gott fyrir þurra og viðkvæma húð. Balmið inniheldur mikla næringu og raka, dregur úr húðertingu og óþægindum vegna þurrkubletta.

 

BODY OIL - LEMONGRASS - UNISEX

Þessi dásamlega líkamsolía gefur húðinni næringu, vellíðan og ljóma. Inniheldur mikið magn E-vítamíns. Olían smýgur vel inn að yfirborði húðar og skilur því ekki eftir sig mikinn fituglans. Notist daglega á blauta eða þurra húð, í hárenda, út í bað eða staðbundið á þurrkubletti. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega viðkvæmri/þurri húð.

 

BODY SHOWER OIL - SWEET AMBER & PATCHOULI - UNISEX

Frískandi sturtuolía sem gefur húð þinni næringu, vellíðan og ljóma. Fullkomin blanda sem þurrkar ekki yfirborð húðar og stuðlar að jafnvægi pH stigs.

Smellið hér til að skoða allar vörurnar frá Organic Skincare frá LaugarSpa.

SHARE