Hugmyndaríkur pabbi græjar skólanestið til að fá börnin sín til að brosa – Myndir

Árið 2008 byrjaði David LaFerriere að teikna á samlokupoka sona sinna til að koma þeim á óvart. Sonunum fannst það skemmtilegt þannig að hann hélt áfram. Á hverjum degi beið ný teikning sonanna.
Stundum voru þær einfaldar og rökréttar.
5.8

Stundum með grafískum húmor, þar sem að það er einmitt starf Davids.
6.7

 

Stundum er notast við holur í brauðinu til að skapa mynd.
17.7 19.5

Afmæli og aðrir merkisdagar fá sína teikningu.
21.3 23.5

Teikningar Davids hafa vakið eftirtekt og fylgjendum hans á Flickr fjölgað. Þrátt fyrir óvænta frægð heldur David áfram að teikna fyrst og fremst af ást fyrir syni sína.
Fimm árin seinna hefur David teiknað yfir 1000 myndir og heldur þeim öllum til haga á Flickr síðu sinni.

SHARE