Hugmyndir að fallegum nöglum fyrir haustið

Fallegu haust-litirnir okkar eru komnir á vefverslun okkar Jamal.is og hefur þetta verið ein vinsælasta línan okkar hingað til.

Við erum að sjá vörurnar okkar á flestum naglaborðum og margar inná heimilum og það staðfestir hvað vörurnar okkar eru frábærar!

Neonail er evrópskt merki og eitt af vinsælastu naglamerkjum í Evrópu.

Það er svo margt sem ég elska við nagla vörurnar frá Jamal.is. Hér áður fyrr þurftir þú að vera naglafræðingur til að versla allar naglavörur aðrar en naglalökk sem þú gast keypt í apótekum. Ég er mikill fagurkeri og fallegar neglur er m.a eitthvað sem grípur mig, því elska ég að allir geta notað vörurnar okkar!

Við erum með Expert línu sem er hönnuð fyrir fagfólk og síðan erum við með vörur fyrir þá sem hafa ekki menntað sig í starfinu og vilja vera með fallegar gel-lakkaðar neglur á einfaldan hátt.

Mig langaði að benda ykkur á einfalda lausn SIMPLE línuna fyrir ykkur heimalninga. SIMPLE er að finna inná vefverslun okkar JAMAL.IS ásamt allskyns byrjendapökkum til að prófa sig áfram heima með lampa. 

SIMPLE gel lita línan okkar er þannig hönnuð að hún er 1 fyrir 3, semsagt grunnur, litur og glans, sem oftast þarf til að binda litinn og verja hann. SIMPLE línan er því mjög einföld lausn fyrir þá sem vilja gera sjálfir heima á eigin neglur án þess að flækja málin!

Haust línan okkar

SHARE