Hugrakkasti unglingafaðir heims kennir notkun ryksugu

Þolinmóði faðirinn sem lætur fátt standa í vegi fyrir húsverkunum hefur nú gefið út fimmta kennslumyndbandið í röðinni, unglingunum James og Beth til ómældra vonbrigða.

Að þessu sinni fer hinn breski Will Reid yfir notkun ryksugu – jafn sallarólegur og fyrri daginn – en segir í kynningartexta að börnin hans séu nú farin að kalla hann illum nöfnum og þannig hafi annar unglingurinn sagt hann vera vitleysing fyrir skemmstu.

Sjálfur segir Will erfitt að botna í því hvers vegna börn hans fyrirlíta kennslumyndböndin, en áður hefur hinn þolinmóði faðir farið rækilega ofan í saumana á þeirri list að skipta um klósettrúllu svo eitthvað sé nefnt. Fyrir neðan myndbandið má svo finna áður útgefin kennslumyndbönd Will, þar sem hann fer á kostum.

Stórkostlegt myndband og ómissandi áhorf fyrir alla unglinga:

Tengdar greinar: 

Þessi pabbi er algjör snillingur

Ráðagóði unglingapabbinn snýr aftur! (Með frekari leiðbeiningar)

Þolinmóðasti faðir heims gefur út nýtt uppeldismyndband

SHARE