Hulunni svipt af erfðabreyttum matvælum

corn

Áratugur er síðan erfðabreytt matvæli fóru að koma á almennan matvörumarkað og sem fóður fyrir gæludýr og búfénað. Undanfarið hefur verið tekist á um hvort merkja skuli þessar vörur sérstaklega og hvort ástæða þyki til þess. Hvað er það við erfðabreyttar vörur sem fólk hræðist? Lítið hefur verið fjallað um þetta málefni þrátt fyrir þá staðreynd að erfðabreytt matvæli eru á borðum flestra vestrænna heimila.  Í fæstum tilfellum er fólki kunnugt um að svo sé enda er pakkningar ekki nægjanlega vel merktar.

Rannsókn á erfðabreyttum matvælum framkvæmdar af hagsmunafyrirtækjum

Markaðssetning á erfðabreyttum matvælum byggir á rannsókn sem stóð yfir í 90 daga þar sem rottur voru notaðar í tilraunaskyni. Var hún framkvæmd í því skyni að ganga úr skugga um hvort matvælin hefðu slæm áhrif á heilsu fólks. Gagnrýnisvert þykir að rannsókn þessi var framkvæmd af eiturefna- og landbúnaðarlíftækni fyrirtækinu Monsanto, sem jafnframt er stærsti framleiðandi erfðabreyttra lífvera í heiminum.  Niðurstaða rannsóknarinnar kom ekki á óvart þar sem talsmenn fyrirtækisins fullyrtu að eingin hætta fylgdi neyslu erfðabreyttra matvæla.  Í framhaldi fóru vörur þeirra á markað. Síðan þetta var hafa fleiri rannsóknir verið framkvæmdar en vegna strangrar einkaleyfisverndar eigenda erfðabreyttra efna hefur vísindamönnum reynst erfitt um vik að framkvæma “heiðarlega” rannsókn á erfðabreyttum matvælum. Þessvegna hefur meirihluti rannsóknanna enn sem komið er farið fram á vegum líftæknifyrirtækjanna sjálfra.

Niðurstöður langtíma rannsókna óháðra aðila

Rúmum áratug eftir að matvæli með erfðabreyttu efni komu á markað eru komnar fram niðurstöður úr mörgum rannsóknum aðila sem ekki hafa hagsmuna að gæta. Niðurstaðan er allsstaðar sú sama og stangast á við niðurstöður hagsmunaaðila: “Erfðabreytt matvæli hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og dýra.” American Academy of Environmental Medicine stóð fyrir einni af slíkri rannsókn þar sem tilraunadýr voru fóðruð á erfðabreyttu fóðri í langan tíma. Niðurstöður voru sláandi og gáfu til kynna ýmis vandamál tengd meltingarvegi, líffæraskemmdir, vandamál í ónæmiskerfi, ófrjósemi, hækkun kólesteróls og að lokum vandamál varðandi insúlín. Árið 2012 birtust niðurstöður tveggja rannsókna. Önnur var  fóðurtilraun sem stóð yfir í 10 ár í Noregi á nokkrum mismunandi dýrategundum. Hin var framkvæmd af Gilles-Eric Séralini, frönskum rannsóknarmanni og teymi hans. Niðurstöður norsku rannsóknarinnar sýna að erfðabreytt korn og afurðir þess orsaka fitusöfnun og breyta virkni meltingarvegarins ásamt aðallíffærum, s.s. lifrur, nýrum, brisi og kynkirtlum. Skepnur fóðraðar á slíku korni átu meira, urðu feitari og áttu erfiðara með að melta eggjahvítu vegna breyttrar samsetningar örveruflóru í innyflum þeirra. Sú staðreynd er áhyggjuefni vegna þess að ef líkaminn getur ekki nýtt eggjahvítu úr matnum getur hann heldur ekki framleitt amínósýrur sem eru nauðsynlegt uppbyggingarefni fyrir frumuvöxt og alla virkni. Rannsókn Séralini leiddi ýmislegt í ljós en frábrugðið norsku rannsókninni voru tilraunadýrin fóðruð alveg frá fæðingu á erfðabreyttum matvælum, nánar tiltekið á erfðabreyttu Roundup ready maískorni sem mjög algengt er í mat. Rannsóknin var sett upp alveg eins og rannsókn Monsanto líftæknifyrirtækisins. Sami fjöldi dýra var notaður, sama afbrigði af rottum, sama tegund fóðurs – það eina sem var öðruvísi var að tilraunin stóð allan líftíma dýranna í stað 90 daga eins og hjá Monsato. Enn og aftur sláandi niðurstöður. Bæði eitrun og ofnæmisvandamál, gríðarmikill æxlisvöxtur í mjólkurkirtlum sérstaklega hjá kvendýrum eða um 93%, nýrna- og lifrarskemmdir, jafnvægi hormónakerfisins umbreyttist, heiladingullinn varð fyrir alvarlegum skaða ásamt ýmsum öðrum heilsufarslegum vandamálum. Dánartíðni var líka hærri en hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin sýndi að einkenni fóru að birtast í kringum 13 mánaða aldur, þó æxli og nýrnaskemmdir sæjust fyrr, allt niður í 4-7 mánaða dýr. Eins og fram kom í norsku rannsókninni þá kom í ljós að gen í erfðabreytta fóðrinu gátu ferðast í gegnum veggi innyfla og út í blóðið. Þessu til staðfestingar þá hafa slík gen hafa fundist í umtalsverðu magni í blóði fólks, vöðvavef og lifur. Ekki er vitað ennþá hvaða líffræðilegu áhrif þessi genatilfærsla hefur á næstu kynslóðir mannkynsins.

Afleiðingar ófyrirséðar á heilsu fólks

Afleiðingarnar á á heilsu og líf fólks sem neytir slíkra matvæla eru ófyrirséðar og geta tekið tíma að koma í ljós. Erfitt er líka að yfirfæra dýrarannsóknir beint á okkur en tilraunir á fólki eru í gangi um allan heim í dag án þeirrar vitundar. Þar sem erfðabreyttu hráefni er blandað í matvöru án merkingar og því veit fólk ekki hvað það er láta ofan í sig. Það gæti þó gerst fyrr en okkur grunar að niðurstöður dýrarannsóknanna sýni samsvörun við mynstur og þróun sjúkdóma hjá fólki. Önnur rannsókn sýnir ennfrekar fram á að fara fara verður með fullri gát við neyslu erfðabreyttrar fæðu. Sú var framkvæmd af læknum við Sherbrooke háskólasjúkrahúsið í Quebeck þar sem erfðabreytt Bt-korn var rannsakað sem inniheldur gen úr jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiesis sem framleiðir skordýraeitur og ver þannig plöntuna fyrir skordýrum. Hjá 93% ófríkskra kvenna sem rannsakaðar voru fannst Bt-eiturefni í blóði þeirra og í  80 % tilvika fannst það líka í naflastrengsblóði barna þeirra. Hjá konum sem ekki voru ófrískar fannst það aftur á móti í 67% tilvika. Fullyrðingar líftæknifyrirtækja um að þessi gen eyðileggist við meltingu standast hér með ekki því genin virðast halda áfram að stuðla að framleiðslu eiturefna eftir að þau koma innfyrir líkama neytandans. Þessar niðurstöður eru þær afdráttlausustu hingað til og gefa til kynna að gát skal höfð þar sem ekki liggja fyrir óyggjandi sannanir um öryggi erfðareyttra matvæla. Ýmislegt er að koma í ljós með árunum á langtímanotkun erfðabreyttra matvæla sem ekki kom fram í byrjun.

Heimildir:
Úrdráttur úr grein Sigríðar Ævarsdóttur sem birtist m.a. á heilsufrelsi.is.
Alla greinina er hægt að lesa á erfdabreytt.wordpress.com

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að skoða niðurstöður fleiri rannsókna framkvæmda af óháðum aðilum HÉR:
Health Hazards og GM Food

Hér er líka áhugaverð heimildamynd um málefnið:
Seeds&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs of Death

SHARE