Húmor í frægum listaverkum.

Hvað er list og hvað ekki hefur verið efni í margar ritgerðir og oft mikið deiluefni.
Þegar við horfum á listaverk þá eru sennilega fæst okkar að hugsa um hvað listamaðurinn var að hugsa og hvernig honum leið þegar hann málaði verkið, hversu langan tíma það tók, hversu vel litirnir falla saman og allt hitt sem ég kann engan veginn að nefna.
Þegar ég horfi á listaverk þá finnst mér það ýmist fallegt og flott eða ekki. Í mörgum tilvikum þá getur maður líka séð eitthvað allt annað út úr verkinu en listamaðurinn ætlaði.

original

Í meðfylgjandi myndbandi hafa teiknararnir Doug Bayne, Ben Baker and Trudy Cooper gert akkúrat það. Breytt verkunum á fyndinn hátt og vera má að mörg okkar hafi sömu sýn og þau.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”l-7IV2qryiQ”]

SHARE