Hún elskar Instagram: Fjölbreyttir fótleggir kvenna í New York #citilegs

Fyrir rúmlega ári síðan póstaði hin bandaríska Stacey Baker sinni alfyrstu ljósmynd af fótleggjum konu á Instagram. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag telur serían einar 500 ljósmyndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera af fótleggjum kvenna.

Stacey hefur aflað sér ómældra vinsælda á miðlinum á umræddum tíma og svo er komið í dag að yfir 22.000 manns fylgjast með verkum hennar, en verkefnið hófst með einföldum göngutúr gegnum New York í febrúar á síðasta ári.

Ég gekk fram á konu sem var í svo fallegri kápu, að ég staðnæmdist til að dáðst að flíkinni. Áður en ég vissi af hafði ég spurt konuna hvort ég mætti taka ljósmynd af henni og þegar hún játti því, smellti ég af. Svo tók ég aðra mynd og eina til eftir það. Ég birti myndina á Instagram og yfirmaður minn hvatti mig til að halda áfram. Ég starfa við myndvinnslu á New York Times og er ekki ljósmyndari, en það er yfirmaður minn hins vegar. Og að hans upplagi, fór ég að velta því fyrir mér hvort úr gæti orðið verkefni.

562022f5ac29f069d27c95589bc95b9c-large

Ég bið konurnar um að rétta upp hendur – helst teygja þær upp fyrir höfuðið og annað hvort bið ég þær að toga upp peysuna eða girða þær niður í buxurnar því ég vil bara ná skoti af sokkabuxunum, pilsinu, buxunum eða hverju sem þær klæðast fyrir neðan mitti. Ég breyti ekki myndunum því ég vil ná eins raunsærri og heiðarlegri mynd og mögulegt er. 

 

8c5e9ba9b9ef40a2982bfa9c60de2596-large

 

 

Áður en ég byrjaði á þessu verkefni var ég bara með venjulegan Instagram reikning og þar birti ég ljósmyndir af vinum og fjölskyldu; við tökum öll þannig ljósmyndir. Einhvern veginn þróaðist þessi hugmynd þó bara og í dag er ég með þrjá Instagram reikninga. Ég er með reikninginn þar sem ég birti leggjamyndirnar, annan reikning þar sem ég birti fjölskyldumyndir og svo er ég með einn Instagram reikning sem er eiginlega bara hálfgerð vitleysa og þeim reikning fylgja bara sárafáir. Ég var virk á Instagram hér áður fyrr, en ég öðlaðist ekki svona miklar vinsældir fyrr en ég fór að einbeita mér að þessu ákveðna þema. 

 

 

76625a49bf003b1619a7916178a653c8-large

 

 

Auðvitað myndast ákveðinn þrýstingur í kjölfar aukinna vinsælda. Ég skynja meiri ábyrgð við tökurnar í dag en ég gerði áður og mér finnst ég skyldug til að taka betri myndir. Því getur fylgt ákveðinn kvíði líka. Ég velti hverri mynd milli handa mér í dag og spyr sjálfa mig hvort skotið sé nægilega gott til að setja inn á Instagram. Hér áður fyrr henti ég bara mynd og mynd inn. Pældi lítið í útkomunni. Það geri ég ekki í dag. 

 

 

 

 

Þetta er eins og að stökkva fram af brúninni. Ég set eina mynd inn og viðtökurnar geta verið alveg frábærar. Athugasemdirnar frá notendum geta verið upplýsandi og athyglisverðar. En því getur líka verið öðruvísi farið. Þegar ég lít til baka – þá held ég að allt hafi verið hjálplegt, ég hef birt ljósmyndir sem hafa kannski hreint út sagt ekki verið nógu góðar. Gagnrýnin hefur ekki látið á sér standa og það hefur keyrt mig áfram. Ég reyni að halda í upprunalegu orkuna sem keyrði mig áfram og reyni að kasta kvíðanum til hliðar en auðvitað langar mig að vaxa í starfi og verða enn betri, svo … 

 

HÚN er á Instagram: Smelltu á hnappinn

Instagram

SHARE