Hún hafði „veipað“ í 6 vikur

Kona sem hafði notað rafrettu í aðeins 6 vikur þegar þurfti að leggja hana inn á spítala og henni var haldið sofandi um tíma.

Kate Krzysik er einstæð móðir sem býr í Wisconsin, en hún varð mjög veik í desember og hélt sjálf að hún væri með flensu. „Ég var mjög hrædd. Mér var kalt, var með hita og ældi líka nokkrum sinnum svo þetta var alls ekki eðlilegt,“ sagði Kate í samtali við Fox6 News.

Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um rafrettur

Læknir Kate hélt að hún væri með lungnabólgu og var hún lögð inn á Prohealth Waukesha spítala. Stofnuð var GoFundMe síða til að styrkja Kate við að borga sjúkrahúsreikninginn.

Þegar Kate fór að versna ákváðu læknarnir að halda henni sofandi og í öndunarvél. Læknarnir telja að rafrettunni sé um að kenna hvernig komið er fyrir Kate. „Ég keypti rafrettur á bensínstöð, annað hvort Blu eða JUUL, því það var léttara fyrir lungun mín og ég lyktaði ekki illa.“

Kate er komin út af spítalanum en er með púst og stera ennþá. Hún vildi vara aðra við þessari hættu sem er af rafrettum: „Þetta lítur kannski út fyrir að vera hreinna og meira töff en þetta er stórhættulegt!“ sagði Kate að lokum.

SHARE