Hún hefur verið kölluð „heitasta amma í heimi“

Þegar við heyrum orðið „amma“ tengir hugur okkar það oftast við eldri konu með grátt hár og viskuhrukkur í andliti. Gina Stewart er amma sem gæti látið mann endurskilgreina orðið alveg upp á nýtt. Hún er 52 ára og lítur alls ekki út fyrir að vera mikið eldri en 25 ára.

Við eldumst öll á mismunandi hátt. Fyrir marga þýðir öldrun að fá hrukkur hér og þar, þyngjast um nokkur aukakíló og svo framvegis. Það á hinsvegar alls ekki við um alla. Gina Stewart, til dæmis, ber titilinn „Heitasta amma í heimi“. Þessi kona frá Ástralíu er 52 ára og á 4 börn: James (31), Casey(29), Cody(26) og Summer (8) ára, ásamt einu barnabarni.

Hin 52 ára gamla Gina segir að karlmenn á öllum aldri reyni að ná athygli hennar, en sem móðir reyni hún að vera „varkár“ um hvern hún velur sem stjúpföður krakkanna sinna. „Ég er einhleyp og ég held að eftir því sem ég hef elst og líka eftir að ég eignaðist dóttur, þá hef ég farið varlega í að hleypa mönnum inn í líf mitt,“ sagði Gina. „Ég er ekki að leita að neinum sérstökum. Ég trúi því að ef mér er ætlað að finna ást muni það gerast og það mun örugglega bara gerast þegar ég á síst von á því,“ sagði Gina líka.

Stewart er með sérstaka síðu á Instagram með ráðleggingum hennar um hvernig á að vera ung og falleg. Þar deilir hún ráðum sem hún byggir á sínum eigin lífsstíl. Í lýsingunni á reikning hennar stendur: „Heilsa, auður, vellíðan, hugur, líkami, andi. Vatnið er lífið. Látið fæðuna heila þig og heila þú fæðuna.“

Gina segist elska að hreyfa sig og segir að jákvætt hugarfar komi manni langt og segir að þetta séu lykilatriði fyrir þá sem vilja ekki eldast. Hún segir að það sé mjög mikilvægt að borða hollan mat og segir að epli og avókadó séu í uppáhaldi hjá henni.

Það að liggja í heitum potti segir Gina að geri kraftaverk og elskar heilsulindir.

SHARE