Hún.is leitar að aðstoðarritstjóra

Við á Hún.is leitum að öflugum aðstoðarritstjóra til að styrka einn öflugasta kvennavef landsins enn frekar.

Viðkomandi mun vinna náið með ritstjóra að:

·         Skipuleggja skrif og verkefni fyrir penna.

·         Vinna sjálfstætt við gerð og framsetningu efnis.

·         Þróa vefinn og samskipti við okkar mikilvægu lesendur.

·        Skrifa greinar sem samræmast ritstjórnarstefnu Hún.is

 

Hæfniskröfur:

·         Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði sem og mikil færni í textaskrifum

·         Reynsla af framsetningu efnis á internetinu og samfélagsmiðlum. Leiðtoga og skipulagshæfni

·         Góð tölvukunnátta

·         Góð enskukunnátta

·         Sjálfstæði í vinnubrögðum og eldmóður í starfi

Óskað er eftir starfsferilskrá með umsóknum og stuttu bréfi þar sem tekin er fram ástæða á umsókn og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Aðstoðarritstjóri þarf að geta hafið störf fljótlega.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á ritstjórn@hun.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2014.

*****************

SHARE