Hún sótti um sem fyrirsæta upp á grín, en fékk starfið

Jillian Mercado er 23 ára tískubloggari og ritstjóri hjá We the urban. Hún er líka með vöðvasjúkdóm (muscular dystrophy) sem veldur því að hún er bundin við hjólastjól. Jillian sá auglýsingu frá Diesel fataframleiðandanum og ákvað svona upp á grín að sækja um og senda inn nokkrar myndir af sér. Þrátt fyrir að hafa útlitið með sér, átti Jillian von á því að vera hafnað út af fötlun sinni.

 

Jillian-Mercado-03

Henni til mikillar undrunar hafði hinsvegar Nicola Formichetti sem er virtur tískuritstjóri samband við hana og bauð henni að vera með í næstu auglýsingaherferð þeirra. Jillian í hjólastólnum sést núna ásamt James Astronaut myndlistarmanni á heimasíðu Diesel. Myndir af þeim verða bráðum í öllum verslunum Diesel og auglýsingin mun birtast í Vogue í mars nk.

49

 

Jillian er skiljanlega uppnumin yfir þessu öllu saman. “Þið hafið ekki hugmynd um hversu orðlaus ég er. Takk fyrir tækifæri lífs míns og að hafa trú á mér. Þetta er alveg frábært. Hei þetta er ég!”

Hún vonar að auglýsingaherferðin muni auka sjálfstraust þeirra sem halda að lífið sé búið af því að þeir eiga við fötlun að stríða.
“Þú getur gert það, ekkert ætti að stöðva þig”.

Heimild

 

 

SHARE