Hún varð ófrísk 14 ára gömul

Alex var 14 ára þegar hún varð ólétt. Hún er 22 ára í dag og sonur hennar, Milo, er nú 7 ára gamall. Þegar hún komst að því að hún væri ófrísk varð hún hrædd og var stressuð yfir því að segja foreldrum sínum frá því.

Alex segir að hún hafi fundið fyrir miklum fordómum á meðgöngunni og fólk hafi verið að dæma hana fyrir að vera ófrísk svona ung og hún fær enn að heyra það í dag. Alex flutti að heiman þegar hún var 18 ára og Milo var 3 ára og hún starfar í dag sem fasteignasali.


Sjá einnig:

SHARE