Hundar í bílum: Krúttlegar myndir af hundum að fíla sig á rúntinum.

Dýraljósmyndarinn Lara Jo Regan sem býr í Los Angeles mun pottþétt fá þig til að brosa í hverjum mánuði með nýjasta dagatalinu hennar “Hundar í bíl”. Hér eru 8 myndir úr dagatalinu þar sem að hundar skella höfðinu um út bílgluggann og njóta þess að fá gustinn á trýnið.funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-1funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-2Lara sem vann verðlaunin World press photo of the year árið 2000 byrjaði að taka myndir af hundum vina sinna, en fór síðan að auglýsa á netinu til að fá fleiri hundategundir fyrir myndatökurnar. Með hjálp tveggja aðstoðarmanna sem sáu um að keyra bílana og sjá til þess að hundarnir væru kyrrir og öruggir á sínum stað, náði Lara að festa gleði og eftirvæntingu hundanna yfir bílferðinni á filmu.
funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-3 funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-4

“Ég reyni yfirleitt að finna upp hugmyndir sem eru öðruvísi og flóknar til að tryggja að enginn annar sé að gera það sama. Sem eigandi 3ja hunda og búsett í bílamenningu Los Angeles, þá var hugmyndin algjörlega augljós. Flestir hundar verða alveg uppnumdir yfir því að fara á rúntinn og mig langaði að fanga þessa dýrslegu orku á mynd”, segir Lara.

funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-5 funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-6Finnst hundinum þínum gaman að fara á rúntinn?
funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-7 funny-dogs-in-cars-lara-jo-regan-9
Dagatalið má kaupa hér 

Og hér er lag sem er upplagt rúnt-lag, Life is a highway með countrysveitinni frábæru Rascal flatts.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”mvsmRuRp4cM”]

SHARE