Hvað á ég að gera við allt þetta dót?

Ég er alltaf til í að geyma frekar en að henda. Ég er með netta söfnunaráráttu og bindst ólíklegustu hlutum tilfinningalegum böndum. Þegar ég var lítil geymdi ég jólakort og afmæliskort og hugsaði með mér að þetta væru minningar. Eftir því sem fleiri ár bætast við hefur mér orðið það ljóst að þetta er ekki eitthvað sem stefnir í rétta átt. Ég bý ekki lengur í sveitinni þar sem er nóg pláss og plássið mun klárast. Ég vil ekki vakna upp við það einn daginn að heimili mitt sé orðið eins og skransala eða markaðstorg.

Ég keypti íbúð í fyrra, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að íbúðinni fylgir ENGIN geymsla. Það er smá geymsluloft sem passar fyrir jólaskrautið en fleira kemst eiginlega ekki þar upp. Ég hélt að það yrði ekkert stórmál en það hefur verið smá vandamál. Við erum með tvo bíla, sem báðum fylgja vetrar- og sumardekk og þið getið rétt ímyndað ykkur hvert þau þurftu að vera. Á SVÖLUNUM! Það hefur ekkert verið á svölunum annað en dekkin og ryðgaður grill-garmur síðan við fluttum inn. Ótrúlega lekkert! Ég lét mér detta í hug að hengja dekkin bara upp á vegg og láta fólk halda að ég væri bara svona hrikalega listræn en svo hætti ég við það.

Á leið minni heim á dögunum, en ég bý í Kópavogi, sá ég allt í einu flennistórt auglýsingaskilti og það var allt í eins og ég hefði fengið hugljómun. Þetta var auglýsing fyrir Geymsla24.is. Ég fór beint á netið og kíkti á hvað þeir væru með og sá þá að þetta var alveg borðliggjandi fyrir mig. Þeir eru rétt hjá mér og mig sárvantaði stað fyrir allskyns hluti. Af hverju hafði mér aldrei dottið þetta í hug? Geymsla24 er opin allan sólarhringinn, fyrir þá sem eru að leigja geymslu. Ég get, þegar mér dettur það í hug, losað mig við húsgögn og dekk og fleira sem ég þarf ekki lengur að nota. Allavega ekki í bili.

Ég brunaði upp eftir til þeirra með vetrardekkin í skottinu og náði rétt fyrir lokun, á mjög dramatískan hátt, leigði mér geymslu og fór alsæl í hjartanu mínu heim aftur, með dekkin í skottinu (smá ADHD kannski). Ég viðurkenni það að dekkin höfðu verið í nokkra daga aftur í, því ég hafði það ekki í mér að bera þau upp stigana heima til þess að setja þau á svalirnar. Eftir kvöldmatinn fór ég svo í geymsluna og losaði mig við dekkin.

20150505_183752

Afkvæmið kom með mér og fannst þetta allt saman mjög spennandi og skemmtilegt ferli.

20150505_184012

Við vippuðum dekkjunum upp á þennan vagn og ókum honum inn að geymslunni okkar. Enginn sviti og engin tár, hver hefði trúað því?

20150505_184523

Og þarna var hún, glansandi hrein og fín geymsla, bara fyrir dótið mitt!!

20150505_184415

 

Þarna staflaði ég vetrardekkjunum upp og já, rassaþoturnar fengu líka pláss í geymslunni enda er að koma sumar. Sólríkt, bjart og sjóðheitt sumar (já ég verð sannspá). Rassaþoturnar hafa verið mjöööög lengi í bílnum svo það var gott að losna við þær líka.

Ég veit þetta er tómlegt hjá mér, EN af nógu er að taka og ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með þessu hjá mér því það heldur mér við efnið, svo þetta verður vel raðað og fallegt, eins og Tetris!

SHARE