Hvað ætlar þú að gera um helgina ??

Helgina 10. – 13. október býður helgarvaktin upp á eftirfarandi viðburði:
SKEMMTISTAÐIR:

Spot Kópavogi: 
Laugardagskvöld – Gullfoss og Dúkkulísurnar.
Leikur á facebooksíðu Gullfoss þar sem að heppnir geta unnið miða hér

 

1393609_408045995985585_1236661041_n

Stúdentakjallarinn:

Bláa Kortið býður til veislu í tilefni af nýútkomnu Háskóla-appi, sem er innan Hringtorgs-appsins en Hringtorg er stærsta fríðindakerfi landsins. Að þessu tilefni, auk þess sem fyrsta Stúdentablað vetrarins kemur út, verður haldið heljarinnar Blokkparty í Stúdentakjallaranum þar sem Stefson bræður munu þeyta skífum og bjóða uppá diskótek. Um upphitun sér Terrordisco sem hefst á slaginu 22.00.

1376450_589192617804017_1269547839_n

Ráin Keflavík:
Laugardag kl. 23.30 – Geirmundur Valtýsson og hljómsveit verða með hörku ball á Ránni Keflavík.
TÓNLEIKAR:

Lindakirkja
Laugardag kl. 20 – Hljómsveitin GIG verður með ókeypis útgáfutónleika og sama dag kemur fimmti diskur þeirra út. Sveitin hefur gert útgáfusamning við bandarískt útgáfufyrirtæki og mun diskurinn koma út um áramótin víða um heim. Hljómsveitin hefur getið sér gott orðspor í Bandaríkjunum og er ein mest spilaða gospelhljómsveit á Íslandi í dag. Meðal efnis á nýja diskinum er eitt af bestu lögum Gunnars Þórðarsonar “Vetrarsól”. Lagið er flutt bæði í íslenskri og enskri útgáfu. Enska útgáfan er unnin í samvinnu við höfund lags og Ólaf Hauk Símonarson, sem er höfundur textans.
Facebooksíða hér 

988740_10153347015040164_1080117250_n

Salurinn Kópavogi – miðasala 5700-400
Fimmtudag kl. 20.30 – Af fingrum fram – Jón Ólafsson fær Eirík Hauksson í heimsókn.
Eiríkur Hauksson á að baki fjölbreyttan tónlistarferil. Hann hefur sungið þungarokk, kraftballöður, íslensk dægurlög að ógleymdum Eurovisionlögunum
Miðaverð 3.500 kr.

EirikurHauks13-net

 

Harpa – miðasala 528-5050
Föstudag kl. 20 og kl. 23 – Helgi syngur Hauk
Sérstakir gestir Sigríður Thorlacius, Bogomil Font og Björgvin Halldórsson.
Miðaverð frá 4.990 kr. – 9.990 kr.

 

1350x550

LEIKHÚS

Borgarleikhúsið: Miðasala s. 568-8000 (opin kl. 10-20).
Fimmtudag – Mary Poppins kl. 19 og Jeppi á fjalli kl. 20
Föstudag – Rautt, Jeppi á fjalli, Tímar og Jo Strömgren kl. 20.
Laugardag – Mary Poppins kl. 19 og Rautt og Jeppi á fjalli kl. 20.
Sunnudag – Mary Poppins kl. 13 og Rautt, Jeppi á fjalli, Tímar og Jo Strömgren kl. 20.

Þjóðleikhúsið: Miðasala s. 551-1200 (opin kl. 10-18)
Fimmtudag – Óvitar (forsýning) kl. 17.
Föstudag – Óvitar (forsýning) kl. 12, Englar alheimsins kl. 19.30, Menn skemmtikvöld kl. 20.
Laugardag – Karíus og Baktus kl. 13.30 og 15.00, Aladdín kl. 13.30 og 16, Maður að mínu skapi kl. 19.30, Harmsaga kl. 19.30, Menn skemmtikvöld kl. 20.
Sunnudag – Óvitar kl. 13 og 16, Harmsaga kl. 19.30.

GetShowImage

 

KVIKMYNDAHÚSIN
Sambíóin– frumsýning á mynd Ragnars Bragasonar Málmhaus. Í aðalhlutverkum eru: Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Hannes Óli Ágústsson.
Æska Heru Karlsdóttur er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna.
Sambíóin – frumsýning á Rush. Ron Howard leikstýrir Chris Hemsworth, Daniel Brül og Olivia Wilde sem fara með aðalhlutverkin. Sönn saga breska ökuþórsins James Hunt sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1976 og atti þar m.a. kappi við ríkjandi heimsmeistara, Niki Lauda.

Smárabíó – frumsýning á Blue is the warmest color (La vie d’Adele) sem hlaut Gullpálmann í Cannes. Myndin er epísk og djörf ástarsaga sem byggir á franskri verðlaunamyndasögu eftir Julie Maroh og fjallar um ástarsamband tveggja ungra kvenna.

Bíó Paradís – frumsýning á Camille Claudel með Juliette Binoche í aðalhlutverki. Myndin fjallar um myndhöggvarann Camille Claudel en við enda ferils síns, þjáist hún af geðrænum vandamálum. Hún eyðileggur styttur og sköpunarverk sín ásamt því sem hún heldur því stöðugt fram að fyrrum elskhugi sinn, myndhöggvarinn Auguste Rodin, hafi alla tíð stefnt að því að gera sér lífið leitt.

Kvikmyndasafnið Bæjarbíó – laugardag kl. 16 sýning á rússneska meistaraverkinu Farðu og sjáðu (Come and See / Idi i smotri) eftir Elem Klimov frá 1985. Þetta er talin vera ein áhrifamesta kvikmynd, sem gerð hefur verð um grimmdarverk herja fasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. Miðaverð 500 kr.

AÐRIR VIÐBURÐIR

Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju
Föstudag kl. 20. Að þessu sinni ætlar hún Monika Abendroth að spila fyrir okkur á hörpuna sína. Þetta verður með sama sniði og áður, við hvetjum alla til þess að koma með það með sér sem þeir telja sig þurfa – hugleiðslustóla, dýnur, púða, sængur, kodda eða bangsa – um að gera að láta sér líða vel við hugleiðslu og bæn. Að sjálfsögðu verður hægt að kaupa diskinn hennar Moniku á staðnum. Hægt er að fylgjast með Kyrrðarstundunum áfram á facebook hér

933997_10151866877122403_350653409_n

 

Salsa Iceland
Að vanda eru fimmtudagskvöld Salsakvöld á Thorvaldsen. Byrjendatíminn er á sínum stað kl. 20:00, SIST meðlimir bjóða upp á Taxi dansa og svo dönsum við framundir miðnætti. Að venju er allt í boði SalsaIceland, sem er á facebook hér

Ásmundarsafn
Sunnudag kl. 15 – Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur
Sigurður Pálsson skáld ræðir um stefnur og strauma í listum og menningu í Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar, einkum á þriðja áratugnum en Ásmundur dvaldi í París í lok hans.

Listasafn Reykjavíkur

Laugardag – Erró – Heimurinn í dag

Útivist og afþreying fyrir börn

Skemmtileg og áhugaverð síða á facebook hér og bók með fjölda hugmynda að útivist, afþreyingu innanhúss, dagsferðum, jólastemningu, leikjum, nesti, veitingastöðum og námskeiðum. Leiðarkort eru aftast í bókinni.

1375197_419144828191058_86636553_n

 

Athugið að listinn er alls ekki tæmandi. Ábendingar um viðburði má senda á hun@hun.is.
Njótið helgarinnar.

SHARE