Hvað er að gerast um helgina – HELGARVAKTIN!

Helgina 3. – 6. október býður helgarvaktin upp á eftirfarandi viðburði:
SKEMMTISTAÐIR:

Enski barinn Hafnarfirði: 
Fimmtudagskvöld kl. 21.00 – Bjórbingóið ógurlega með Bangsa og Júlla!
Vinningar eru svo sannarlega ekki af verri endanum: Út að borða á Tapas barnum, burgerveislur frá Lebowski bar, fullt af bjór og fleira
Laugardagskvöld – Júlladiskó. Fjörið byrjar kl. 23 og það er frítt inn.

Spot Kópavogi: 
995181_10151450470397395_268960764_n
Fimmtudagskvöld kl. 21.00 – Bingókvöld með útvarps- og sjónvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni.
Föstudagskvöld – Gruggtónleikar, bestu rokklög tíunda áratugarins, þarna verða tekin nokkur helstu lög hljómsveitanna Pearl Jam, Alice in Chains, Nirvana, Stone Temple Pilots og Soundgarden ásamt fleira góðgæti.
Laugardagskvöld – Vinir vors og blóma með ekta sveitaballastemmningu.
Leikur á facebooksíðu Spot þar sem að heppnir geta unnið miða https://www.facebook.com/spot.kopavogi

TÓNLEIKAR:


Salurinn Kópavogi:
Jazz og blúshátíð Kópavogs stendur yfir, fimmtudag kl. 20.00 leikur gítarleikarinn Björn Thoroddsen bítlalög af sinni alkunnu snilld, miðaverð 2.500 kr. Föstudag kl. 20.00 leika margverðlaunaðir gítarsnillingar, þar verður hægt að hlýða á allar tegundir acoustic gítarleiks, miðaverð 3.500 kr. Laugardag kl. 20.00 Tim Butler ásamt tríói sínu mun á þessu einstaka blúskvöldi flytja tónlist eftir Johnny Winter, Jimi Hendrix, Tim Butler og fleiri blúskónga, miðaverð 3.500 kr. Hátíðarpassi sem gildir á alla tónleikana á Jazz- og blúshátíð Kópavogs er á aðeins 6.000 kr.

Íþróttahús Þorlákshafnar
Laugardag kl. 19.00 verða sannkallaðir stórtónleikar í Þorlákshöfn þar sem Fjallabræður, 200.000 Naglbítar og Jónas Sigurðsson munu flytja sín vinsælustu lög. Þeir verða ekki aldeilis einir því allar lúðrasveitir landsins munu rugla saman reitum sínum og mynda þrjár stórar lúðrasveitir sem munu sameina krafta sína með þessum frábæru listamönnum. Sérstakur gestur á tónleikunum er söngvarinn Sverrir Bergmann og mun hann verða skrautfjöður annars gæsilegra Fjallabræðra. Húsið opnar kl. 18.30. Sætin eru ónúmeruð.

1231553_10201609909841832_593520737_n

Harpa
Laugardag kl. 20.00 – Hljómar
Stórtónleikar til heiðurs Hljómum, tónlistarstjóri er Eyþór Gunnarsson og söngvarar eru Stefán Hilmarsson, Valdimar Guðmundsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Unnsteinn Manuel.
Miðaverð frá 4.990 kr. – 10.990 kr.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”cthVTVV3nyM”]

LEIKHÚS
Borgarleikhúsið: Miðasala s. 568-8000 (opin kl. 10-20).
Fimmtudag, föstudag og laugardag  – Mary Poppins kl. 19.00 og Rautt kl. 20.00.
Sunnudag – Mary Poppins kl. 13.00, Rautt kl. 20.00 og Jeppi á fjalli kl. 20.00.

Þjóðleikhúsið: Miðasala s. 551-1200 (opin kl. 10-18)
Fimmtudag og föstudag – Englar alheimsins kl. 19.30
Laugardag – Karíus og Baktus kl. 13.30 og 15.00, Skrímslið litla systir mín kl. 14.00, Maður að mínu skapi kl. 19.30 og Harmsaga kl. 19.30.
Sunnudag – Aladdín kl. 14.00, Skrímslið litla systir mín kl. 14.00 og Maður að mínu skapi kl. 19.30.

Harpa: Miðasala s. 528-5050.
Laugardag kl. 20.00 – Laddi lengir lífið, miðaverð 3.900 kr.
Þessi einleikur Ladda, þar sem hann sýnir á sér áður óþekktar hliðar ásamt því að grafa upp gamlar grímur, sló aldeilis í gegn síðasta vetur og heldur nú áfram í Norðurljósasal Hörpu.

KVIKMYNDAHÚSIN
Laugarásbíó – frumsýning á rómantísku gamanmyndinni About time frá þeim sömu og færðu okkur Notting Hill, Love Actually og Four Weddings and a Funeral. Í aðalhlutverkum eru Rachel McAdams og Domhnall Gleeson.

Smárabíó – frumsýning á teiknimyndinni Turbo með íslensku tali í 2D og 3D og erlendu tali.

Egilshöll – frumsýning á Prisoners. Myndin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og fékk magnaðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem menn sögðu m.a. að Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal hefðu aldrei verið betri en í þessari mögnuðu spennumynd.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”khB_wpn-bmc”]
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”QULzGYRThH8″]
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”bpXfcTF6iVk”]

RIFF – Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík lýkur um helgina. Dagskrá RIFF og allar upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.riff.is

AÐRIR VIÐBURÐIR
Salsa Iceland
Að vanda eru fimmtudagskvöld Salsakvöld og fimmtudaginn 3. október verður dansað á Hafnarloftinu, einum glæsilegasta veislusal Reykjavíkur. Byrjendatíminn er á sínum stað kl. 20:00, SIST meðlimir bjóða upp á Taxi dansa og svo dönsum við framundir miðnætti. Að venju er allt í boði SalsaIceland, sem er á facebook hér

Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands fer fram á laugardaginn kl. 13.00, gengið er frá Hlemmi niður í Hljómskálagarð.
1069392_559958750724314_1965881259_n

Alþjóðleg sýning Kynjakatta fer fram laugardag og sunnudag frá kl. 10-17 að Nýbýlavegi 4, efri hæð, miðaverð 800 kr. fullorðnir og 400 kr. börn.
1236372_10151982306718714_90877136_n

 

SÓFINN HEIMA
Mæli með eftirfarandi þáttum sem hefja göngu sína um helgina á Stöð2:
Hello ladies föstudagskvöld kl. 20.35. Frábærir gamanþættir með Steve Merchant í hlutverki fremur klaufalegs Breta sem flytur til Los Angeles með það að markmiði að finna draumakærustuna þar. Það er hægt að gefa sér að það muni ekki ganga stórslysalaust fyrir sig, allavega ekki til að byrja með.
Crazy ones sunnudagskvöld kl. 20.20. Geggjaðir gamanþættir með Robin Williams og Söruh Michelle Gellar í aðalhlutverkum. Þættirnir fjalla um Zach Cropper, sjálfsöruggan en sérvitran textahöfund sem vinnur fyrir auglýsingastofu dóttur sinnar, Sydne.
Homeland sunnudagskvöld kl. 21.10. Þriðja þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við fylgdumst við með Carrie Mathieson, starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar, sem fékk upplýsingar um að hryðjuverkasamtök hafi náð að snúa bandaríska stríðsfangann Brody á sitt band.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”u0MOFZCsqMI”]

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Wl6-4rvvhJM”]

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”iXOUIsu-E0Q”]

Athugið að listinn er alls ekki tæmandi. Ábendingar um viðburði má senda á hun@hun.is.
Njótið helgarinnar.

 [youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”oUuSvJhZXfQ”]

SHARE