Hvað er fimman? – Myndband

Má leggja að jöfnu komu Belford til landsins og endalok alheimsins?

Það hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum einasta manni hérlendis, að Úlfurinn af Wallstreet, Jordan Belford, er væntanlegur á klakann í næsta mánuði. Hyggst hann halda fyrirlestur og sölunámskeið í Háskólabíó þann 6. maí og er miðasala í fullum gangi á mbl.is. Óhætt er að fullyrða að uppi hafi orðið fótur og fit yfir komu fyrirlesarans þar sem siðapostular internetsins hafa haft sig hvað mest frammi og fordæmt framtakið.

Jón Gunnar Geirdal, sem flytur Belford inn, vísar neikvæðum athugsemda til föðurhúsanna og bendir á að hér sé um að ræða eitt besta víti til varnaðar svikastarfsemi innan fyrirtækja og stofnanna. Belford þekki ranghala viðskiptalífsis eins og lófana á sér og hefur vissulega brennt sig á þeim líka. „Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott sagði skáldið og má hæglega yfirfara á Belford” segir Jón Gunnar.

Eins og áður segir ætlaði allt um koll að keyra og loguðu kommentakerfi landsins sem aldrei fyrr. „Múgæsingurinn var allsráðandi og menn farnir að rugla saman eiginlegum Belford og leikara myndarinnar um feril Belford, Leonardo Dicaprio. Það fór allt á hliðina á tímabili og stefndi beinustu leið í ragnarök” segir Jón Gunnar og vísar í myndband sem gengið hefur manna á milli við gríðarlegar vinsældir.

Niðurtalning er hafin!

SHARE