Hvað er fólínsýra?

folinsyra folic acid hollusta hollt

Við höfum eflaust öll heyrt um fólinsýru á einhverjum tímapunkti en vitum kannski ekki alveg hvað það er.

Almennt um fólinsýru

Fólinsýra, fólat og fólasín eru heiti á efninu í náttúrulegum myndum þess. Fólinsýra er tilbúna efnið. Fólsýra er B-vítamín og eins og B12-vítamín þarf fólsýru m.a. við frumuskiptingu.

Fólsýrubirgðir endast aðeins í nokkra mánuði öfugt við B12-vítamín sem getur geymst í líkamanum í mörg ár.

Þunguðum konum, sérstaklega þeim sem átt hafa börn með klofinn hrygg, er ráðlagt að taka inn 4 milligrömm af fólsýru daglega.


Öllum konum á barnseignaaldri
er ráðlagt að borða fólasínríkt fæði

Hvernig nýtir líkaminn fólinsýru?

Fólinsýra er nauðsynleg fyrir búskap nokkurra amínósýra og m.a. við framleiðslu púrína sem bindast erfðaefnum frumunnar, RNA og DNA. Fólinsýra er nauðsynleg fyrir framleiðslu á rauðum blóðkornum (þ.e. frumunum sem flytja súrefnið um líkamann).

Fólinsýra á þátt í frumuskiptingu líkamans. Framleiðsla rauðu blóðkornanna krefst víðtækrar frumuskiptingar og því getur skortur á fólinsýru valdið skorti á rauðum blóðkornum, þ.e.a.s. blóðleysi.

Aðalbirgðir fólinsýru eru í lifrinni og þar er um það bil helmingur af fólasínforða líkamans.

Í hvaða fæðu er fólinsýra?

Fólinsýra er í næstum því allri matvöru en mest þó í:

 • belgávöxtum
 • grænu grænmeti
 • lifur

Fólinsýra er einnig í fæðu sem við neytum daglega og þá helst í:

 • brauði og öðru kornmeti
 • kjöti
 • grænmeti
 • mjólk og ostum
 • ávöxtum.

Geymsluþol fólinsýru er lítið og ef matvæli eru geymd minnkar fólinsýran í þeim fljótt. Vatn, sólskin og hiti geta brotið niður vítamínið.

Hvað má taka mikið?

Ráðlagður dagskammtar:

 • Fyrir fullorðið fólk og konur sem ekki eru barnshafandi er ráðlegt að taka 0,3 milligrömm á dag.
 • Þunguðum konum og konum sem hyggjast eignast barn er ráðlagt að taka inn 0,4 milligrömm á dag.

Nær ómögulegt er að fá daglega 0,4 mg í matnum sem borðaður er og því ættu þungaðar konur og þær sem hyggja á barneignir að taka inn sérstaka vítamíntöflu sem ætluð er þunguðum konum (sjá nánari umfjöllun um klofinn hrygg hér neðar).


Fólinsýra minnkar líkur á fósturskaða!
 • Hvað eykur hættuna á fólsýruskorti?
 • Áfengismisnotkun
 • Reykingar
 • Þungun.
 • Lélegir megrunarkúrar
 • Elli í tengslum við einhæft mataræði eða of lítinn mat.
 • Langtímanotkun ýmissa lyfja getur einnig aukið hættuna á fólinsýruskorti.
 • Getnaðarvarnarpillur.
 • Kólestýramín og kólestípól sem notað er gegn kólesterólhækkun.
 • Flogaveikilyfið fenítóín.
 • Hvernig lýsir fólinsýruskortur sér?
 • Blóðleysi
 • Tungubólga (glossitis)
 • myelopati (vöðvasjúkdómur)

Fólsýrur eru nauðsynlegar við frumuskiptingu eins og B12-vítamín. Fólinsýruskortur hefur í för með sér blóðleysi, sams konar blóðleysi og B12-vítamínskortur veldur. Erfitt getur verið að ákveða hvort blóðleysi stafi af fólinsýruskorti eða B12-vítamínskorti.

En þau einkenni sem koma fram í taugakerfinu við B12-vítamínskort er ekki hægt að lækna með skammti af fólinsýru. Fólsýruskortur veldur auk þess því að of mikið verður af amínósýrunni hómósysteini í blóðinu.

Eru tengsl á milli æðakölkunar og of mikils hómósysteins í blóðinu?

Hugsanlegt er að of mikið hómósystein í blóðinu geti valdið æðakölkun. Reyndar eru umfangsmiklar rannsóknir í gangi sem eiga að skera úr um hvort fæða sem inniheldur fólinsýru geti dregið úr tíðni blóðtappa sem rekja má til æðakölkunar.

Þungaðar konur þurfa meiri fólinsýru á meðgöngu og geta því orðið fyrir fólinsýruskorti. Fólinsýruskortur hjá barnshafandi konum getur leitt til þess að börn þeirra fæðist með galla í mænugöngum, einkum klofinn hrygg.


Fólinsýruskortur hjá barnshafandi konu
getur leitt til þess að barn hennar
fæðist með klofinn hrygg.

Hvað er klofinn hryggur?

Á meðgöngu getur fólinsýruskortur leitt til þess að börnin fæðist með svokallaðan opinn hrygg. – Hér greinast um það bil 14 börn af hverjum 10.000 nýfæddum með þennan galla. Hann er því sem betur fer ekki mjög algengur.

 • Gallar í mænugöngum lýsa sér sem klauf sem nær yfir nokkra hryggjarliði hryggsúlunnar og sem hryggrauf.
 • Í mænugöngunum sem minna á rör er mænan og hana umlykja himnur.
 • Gallinn í hryggsúlunni getur orðið til &tho rn;ess að það myndist það sem kallað er klofinn hryggur.
 • Orsakir fólinsýruskorts
 • fólsýrusnautt fæði
 • áfengissýki, eiturlyfjaneyslu og lyfjamisnotkunar
 • skortur á fólinsýru er merkjanlegur hjá rosknu fólki sem t.d. lifir á franskbrauði og drekkur kaffi/te með en einnig hjá unglingum sem borða einhæft fæði
 • þörfin eykst þegar mikið er um frumuskiptingar t.d. við gríðarlega framleiðslu á rauðum blóðkornum vegna arfgengs blóðleysis og á meðgöngu (fólinsýra er ekki lítilsverð vörn gegn klofnum hrygg í fóstrum)
 • börn hafa mikla þörf fyrir fólinsýru á vaxtarskeiðinu
 • reykingar auka skort á fólinsýru
 • hjá sjúklingum sem háðir eru langvarandi blóðskiljunarvélum skilst fólinsýran einfaldlega úr líkamanum
 • sjúkdómar í smáþörmum t.d. glútenóþol minnka upptöku
 • Blóðleysi vegna fólinsýruskorts
 • Hjá hraustu einstaklingum koma sjaldnast fram nein einkenni fólinsýruskorts fyrr en “blóðprósentan er lægri en 6” (hemóglóbínþéttnin minni en 6 mmól).
 • Fyrstu einkennin eru magnleysi og hjartsláttur. Einnig getur fólinsýruskortur orsakað andnauð og svima
 • Ef blóðleysið er alvarlegt getur fólk fengið hjartakrampa, höfuðverk og verki í fætur (claudicatio intermittens).

Auk þessa eru ýmis sérkenni fólinsýruskorts:

 • tungan er rauð, aum og jafnvel sléttskafin að sjá
 • minnkandi bragðskyn
 • meltingartruflanir
 • vindverkir
 • hægðirnar breytast, iðulega niðurgangur.

Einkennin frá meltingarveginum eru oft verri við fólinsýruskort en við skort á B12-vítamíni.Öfugt við B12-vítaminskort finnast engin einkenni frá taugakerfinu.

Algengt er að skortur á einu vítamíni sé samfara skorti á öðru vítamíni.

Sjá einnig: Fæðutegundir sem á að forðast á meðgöngu

Hvernig greinir læknirinn blóðleysi vegna fólinsýruskorts?

Læknirinn þarf að ganga úr skugga hvort blóðleysi hrjái sjúklinginn. Ásamt niðurstöðum úr blóðprófi fylgir oftast lýsing á rauðu blóðkornunum.

Þegar fólinsýruskortur er meinið eru rauðu blóðkornin iðulega stór en eðlileg á litinn. Í blóðinu sést hvort fólinsýru skorti.

Þá er orsök blóðleysisins greind og læknirinn íhugar hvort það sé mögulegt að komast fyrir rætur þess.

 • Hvernig má forðast fólinsýruskort?
 • Með því að neyta fjölbreyttrar fæðu
 • Til öryggis má alltaf taka inn vítamíntöflu sem inniheldur tilbúna efnið fólínsýru sem er miklu stöðugri en náttúruleg fólinsýra.
 • Belgávextir, grænt grænmeti og lifur eru rík af fólinsýru. Í venjulegum mat er fólinsýru helst að finna í brauði og öðru kornmeti, grænmeti, mjólk, osti og ávöxtum.
 • Vert er að vera vel á varðbergi ef einhverjir í fjölskyldunni eru með illvægt blóðleysi eða svokallaðan mergruna eða blóðhvarf eða hafa gengist undir smáþarma- eða magauppskurð.

Hvers þurfa barnshafandi konur að gæta?

Fólinsýruskortur eykur hættuna á klofnum hrygg í fóstrinu (sjá að framan). Þungaðar konur sem reykja og láta ekki af vana sínum á meðgöngutímanum verða að gæta sín á vítamínskorti. Hafa skal samband við lækni ef spurningar vakna. – Sjá einnig kaflann mataræði á meðgöngu.

Heilbrigðisyfirvöld ráðleggja þunguðum konum
að taka daglega inn 0,4 milligrömmum
(400 míkrógrömmum) af fólinsýru.

Hvernig lýsir of mikið fólsýrumagn sér?

Sjaldan verður vart við að einstaklingur neyti of mikils magns fólinsýru.

SHARE