Hvað er næst á dagskrá?

Ég ætla að viðurkenna dálítið en bara ef þið lofið að halda ekki að ég sé rugluð. Ok, þið lofið? Ég er búin að setja upp lista yfir föndur sem nær fram í janúar. Og jú, ég er lika búin að kaupa í slatta af þessum verkefnum og þess vegna datt mér í hug að gefa ykkur smá sýnishorn og vita hvort að þið fattið hvað ég er að fara að föndra.

Ég keypti þetta skurðarbretti og þessa litlu tréplatta fyrir nokkra hundraðkarla (Hjálpræðisherinn og fleiri þannig búðir) og litlu mánaðarprikin eru leifar frá öðru verkefni. 

Dettur ykkur eitthvað í hug? Smá vísbending, sonur minn bað um þetta.

Þessir þrívíddar rammar eru ætlaðir til þess að safna korktöppum, en ég ætla ekki að nota þá til þess. Á rammanum til vinsti er ég búin að skrapa af textann og glösin af glerinu og það er líka eina vísbendingin sem þið fáið. Spennandi spennandi.

Ok, ég veit að ég lét ykkur lofa í upphafi að ég væri ekki rugluð en hvað ef ég segði ykkur að ég væri búin að safna að mér 16 svona krukkum, ég keypti þennan dunk af risaeðlum í apríl og allt þetta er fyrir afmæli sem er í næsta mánuði? Ég er virkilega búin að missa ykkur ekki satt?

Jæja, núna eruð þið búin að fá smá nasasjón í næstu verkefni, eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvað ég er að fara að gera?

 

SHARE