Hvað er streita?

Margir kvarta undan því að streita þrengi í sífellu svo mikið að þeim að hún ræni þá hæfileikanum til að njóta lífsins. Ert þú ein(n) af þeim? Raunin er sú að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum er streita aðalorsökin fyrir því að fólk leitar sér sálfræðihjálpar. Fólk fer sjaldan til læknis til að kvarta undan streitu. Venjulega er kvartað undan líkamlegum einkennum sem tengjast streitu. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, svefnleysi, brjóstsviða, sífellt kvef og sýkingar, þrálát meiðsli eða hjartaáföll er ljóst að streita er mjög mikill áhrifavaldur. Engu að síður er hægt, með því að komast að rótum vandans og læra að stjórna honum, að temja streituna.

Hvað er streita?

Streitu má skilgreina sem ákveðin viðbrögð líkamans við álagi eða kröfum sem gerðar eru til okkar hvort sem þær eru ímyndaðar eða ekki. Öll streita, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, veldur því að líkaminn fer að framleiða efni (líkt og adrenalín) til að búa okkur undir áreynslu. Hjartsláttur eykst, blóðþrýstingur hækkar, augun þenjast út og blóð streymir ekki til innyflanna. Hluti af taugakerfinu er háður þessum viðbrögðum. Svo er annar hluti taugakerfisins sem ber ábyrgð á hvíld, slökun, meltingu matvæla, ónæmiskerfinu og öllum öðrum “húsverkum“ líkamans. Líkaminn sveiflast á milli þessara tveggja kerfa sem í sameiningu mynda ósjálfráða taugakerfið.

Streita skynjuð

Streita getur sprottið upp vegna hvaða álags sem er á líkamann hvort sem það er raunverulegt eða skynjað. Einu gildir hvort að um er að ræða raunverulega hættu eða ekki. Líkami þinn seytir adrenalíni við það eitt að hugsa um streitu. Þetta er ástæðan fyrir því að áhyggjur geta haft slæm áhrif á sálarlíf okkar. Sagt er að við hræðumst þegar ljón er að ráðast á okkur en finnum fyrir kvíða þegar við hugsum um það. Það er mikilvægt að muna að bæði ótti og kvíði geta kallað fram hættuleg streituviðbrögð. Stöðug og lúmsk streita leggur grunn að flestum þeim vandamálum tengdum heilsu sem fólk glímir við í dag. Streitan gefst ekki upp og margir gera ekkert til að minnka áhrif hennar.

Stjórnun streitu

Ef þú vilt bæta áhrif streitu á líkama þinn, þarftu að bæta þol þitt gegn streitu og hæfileika til að takast á við streituvaldandi aðstæður. Stjórnun streitu er ekki meðfæddur hæfileiki, heldur hæfileiki sem þarf að læra.

Mundu að streituáhrif safnast upp í líkamanum yfir daginn og allt lífið. Ef þú getur komist fyrir streituna snemma, með fyrirbyggjandi aðgerðum, geturðu smátt og smátt minnkað hana svo áhrifin safnist ekki upp. Reyndu eftirfarandi aðferðir: Stjórnaðu því sem þú getur, vertu opin(n), hafðu hemil á þér og ekki færast of mikið í fang og að lokum, stundaðu þjálfun.

„Smáfrí“

Taktu þér sex til átta smáfrí yfir daginn í tíu til fimmtán sekúndur í hvert sinn. Sittu bein(n) í baki, dragðu djúpt andann og haltu honum niðri í þér í fimm til tíu sekúndur.

Niðurstöður rannsókna um streitustjórnun eru langt frá því að vera afgerandi. Til að fá fleiri hugmyndir talaðu þá við heimilislækninn þinn og láttu hann vísa þér annað ef hann veitir ekki ráð varðandi streitu.

 

 Fleiri frábærar heilsugreinar á doktor.is logo

Tengdar greinar: 

Tíu jurtir sem hafa bólgueyðandi áhrif

Heilsan á aðventunni

 

SHARE