Tíu jurtir sem hafa bólgueyðandi áhrif

Bólgur í líkamanum er algengur kvilli sem hrjáir marga. Magavandamál, gigt og veikt ónæmiskerfi má í flestum tilvikum rekja til bólgumyndunnar í líkamanum.

Bólga getur myndast þegar ónæmiskerfið nær ekki að halda niðri áhrifum af efnum sem við borðum og sem eru ertandi fyrir líkamann. Þetta á sérstaklega við fólk sem er með fæðuóþol fyrir glúteini, mjólk eða öðrum matvælum. Streita veikir einnig ónæmiskerfið og eykur líkur á bólgumyndun víðsvegar um líkamann.

Margir finna lausn á vandanum með því að taka inn bólgueyðandi lyf en það má einnig finna fjölmargt úr jurtaríkinu sem hefur sýnt sig hafa bólgueyðandi eiginleika.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.16.22#1 Svartur pipar
Þessi vel þekkta pipartegund vinnur á sýkingum og bólgum í líkamanum en piparinn er stútfullur af andoxunarefnum. Virka efnið í piparnum kallast „pipeline“ og hefur hann sýnt sig draga úr gigtareinkennum.

 

Screen Shot 2014-12-06 at 12.17.00#2 Kardimomma
Kardimomman er skyld engiferrótinni og hefur verið notuð í aldaraðir í Indlandi til þess að vinna gegn bólgumyndun.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.19.39

#3 Cayenne pipar
Cayenne pipar inniheldur efnið „capsaicin“ en það hefur þau áhrif að vefur líkamans bregst við efninu á sama hátt og þegar sár myndast. Þannig örvast heilunarmáttur líkamans til að græða bólgur og takast á við annað áreiti.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.20.43#4 Kamilla
Þetta er mikið notuð jurt og er vinsæl í tedrykkju. Hún er talin hafa róandi áhrif á líkamann og er kjörin fyrir svefn. Olía unnin úr kamillublóminu innihalda efni sem eru bólguhamlandi.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.21.50#5 Engifer
Áhrif engiferrótarinnar eru vel þekkt og er hún mikið notuð í heilsudrykkjum, smoothies og öðrum „detox“ drykkjum. Fyrir utan að hafa bólgueyðandi áhrif virkar engiferrótin vel gegn ógleði, svima og órólegum maga.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.22.58#6 Túrmerik
Túrmerikrótin er jurtin sem gefur karrí-blöndunni gula litinn. Dæmi eru um að túrmerik hafi verið notað gegn meltingarvandamálum í allt að 4000 ár og er oft talað um hana sem kraftaverkajurt. Í náttúrulækningum er hún sögð vinna vel á gigtarvandamálum. Virka efnið í Túrmerik heitir „curcumin“ en það er andoxunarefni sem eyðir sindurefnum úr líkamanum.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.23.51#7 Aloe Vera
Aloe plantan er mjög græðandi en hún er talin milda sársauka og hafa jákvæð áhrif á sára og viðkvæma húð. Samkvæmt rannsókn á University of Maryland Medical Center samsvara bólgueyðandi áhrif gelsins úr plöntunni  1% af sama magni úr hydrcortisone kremi.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.25.33#8 Sellerí fræ
Þessi fræ eru vatnslosandi og minnka þar með álagið á líkamann þar sem vökvasöfnun eða bjúgur er til staðar.  Fræin eru talin sérstaklega öflug gegn gigtareinkennum.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.26.37#9 Grænt te
Inniheldur „polyphenol“, sem efla ónæmiskerfið og koma í veg fyrir bólgumyndun. Virka efnið EGCG er einnig talið vinna gegn krabbameinsmyndun. Mælt er sérstaklega með grænu tei fyrir fólk sem þjáist af meltingarvandamálum eins og Crohn’s.

Screen Shot 2014-12-06 at 12.28.30#10 Granatepli
Granatepli innihalda andoxunarefni sem eru talin vinna sérstaklega á slitgigt. Efnið í granateplunum virðist koma í veg fyrir að ákveðin ensími eyði brjóski í líkamanum sem er ástæða slitgigtar.

Næst þegar að þú finnur fyrir einkennum af bólgu í líkamanum geturðu prufað að taka inn eitthvað af eftirtöldum jurtum til að sjá hvort það hafi einhver áhrif. Fjölmargir segjast finna mun á heilsunni eftir að hafa breytt matarvenjum sínum. Sumir fá slæmar aukaverkanir af lyfjum og því gott að hafa aðra valmöguleika við hendina.

Heimildir:

1. http://www.fda.gov

2. http://arthritis-research.com

3. http://www.med.nyu.edu

4. http://umm.edu

Birt á: NaturalNews

Tengdar greinar:

Paleo fæði – hvað er það?

Svona gerir  þú Túrmerik mjólk

Þrjár ástæður fyrir því að drekka grænt te yfir hátíðarnar

SHARE