Öllu má nú orð gefa. Þannig hefur netsamfélagið nú velt ítarlega vöngum yfir splúnkunýju mími; hvað ER þetta og hversu langt getur fólk eiginlega gengið áður en við verðum öll brjáluð á þessari vitleysu?

 

Hvað ER #relfie?

 

Hugtakið #relfie er afbökun á slangrinu #selfie (sjálfsmynd) og er „sambands-sjálfsmynd” – með öðrum orðum, ljósmynd af þér og ektamaka þínum eða einhverjum öðrum sem þér þykir gífurlega vænt um (svona eins og foreldri og barn).

Af hverju gerir fólk þetta?

 

Af sömu ástæðu og fólk tekur myndir – til að skrásetja líf sitt. En líka til að undirstrika hamingju sína / ánægju með tilvist hinnar persónunnar í eigin lífi og það á samskiptamiðlum; Hér erum við, líkandi hvort við annað, umfaðmandi augnablikið og kannski með stút á munni.

 

 

 

Fyrirbærið hefur þegar verið rannsakað:

 

Já, gott fólk. Allt er rannsakað nú til dags. Líka #relfies, en Dr. Benjamin Leod við háskólann í Haverford hefur nú fundið út að vinir telja fullvíst að pör sem deila #relfies á Instagram og Facebook og uppfæra sambandsstöðu sína séu nánari hvort öðru en þeir einstaklingar sem halda einkalífinu fyrir sig á samskiptamiðlum.

 

Þess utan sagði Dr. Benjamin notendur samskiptamiðla furðulega glögga að átta sig á stöðu tilfinningasambanda annars fólks og að Facebook sé til að mynda afar gagnsær miðill. Lesa megi mikið úr því hvað fólk segir …. og hvað það segir ekki … og hvernig það segir það líka.

 

 

Hvernig fór þessi rannsókn eiginlega fram?

 

Rannsakendur hófu leika á því að semja spurningalista fyrir 200 þáttakendur og veittu þeim sömu fullan aðgang að Facebook prófílum þeirra sem rannsaka átti.

 

Í annarri rannsókn, náskyldri þeirri fyrri, voru 100 falskir prófílar settir upp og jafn margir þáttakendur beðnir að meta hversu hamingjusöm pörin sem skoða átti í þaula, væru í einkalífinu og bættu við reit sem sýna mátti hversu vel þáttakendum líkaði við pörin yfir höfuð, en aðeins var metið eftir stöðuuppfærslum.

 

Stöðuuppfærslurnar sjálfar innihéldu yfirlýsingar á borð við: „Ó jé, ég fæ ekki nóg af þessum manni!” til lágstemmdra setninga á borð við: „Ég elska kærustuna mína” til ópersónulegra skilaboða eins og: „)Símalaus í smá stund, ímeilið mér bara í staðinn.”

 

 

Hvað finnst vinum okkar þá í raun og veru?

 

Engum þarf að koma á óvart að fyrsta stöðuuppfærslan sem vitnað var í hér að ofan …

 

Ó jé! Ég fæ ekki nóg af þessum manni!

 

… vakti eiginlega upp hálfgerðan viðbjóð hjá þáttakendum í rannsókninni, þó sannarlega fengi parið 10 plús í einkunn fyrir samheldni, rómans og bjartar framtíðarhorfur. Almenningi hættir til að sveigja hjá pörum sem eru of ástleitin á almannafæri, sýna yfirdrifnar tilfinningar og deila of nánum upplýsingum. Svo virðist sem eitthvað sé til sem heitir að vera “of hamingjusamur” á samskiptamiðlum og leiðinlega sönn er sú staðreynd að sumt á ekki heima á almannafæri, ekki einu sinni hugljúf ástin.

 

 

Er þá bannað að lýsa opinberlega yfir ást á Facebook?

 

Nei. Sko. Það er smá tvist í þessu öllu saman. Svo virðist sem fólk sé „ranglega hamingjusamt” á tíðum. Hamingjuna ætti, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, að gefa í skyn en aldrei að staðhæfa um eða flagga beint. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar ætti hamingjan að vera dularfullt afl og óljós í eðli sínu. Aldrei glannalega opinber og auðskiljanleg.

 

Ekki að nokkur maður viti hvernig á að túlka hamingjuna á slíka vegu. Vertu bara hamingjusamur og syngdu hástöfum um ástina, hrópaðu nafnið af húsþökum ofan og rífðu upp smartsímann.

 

Okkar álit? Skítt með’ah – #relfies rokka – hér er mín! 

 

SHARE