Hvað gerðist eiginlega?

Meghan Markle var komin með algjört ógeð af því að þurfa sífellt að vera að passa upp á því að Archie, sonur hennar, fengi frið frá fjölmiðlum. Það er ein af ástæðum þess að hún og Harry prins ákváðu að segja skilið við konungsfjölskylduna.

Heimildarmenn TMZ segja að Meghan hafi gert sér grein fyrir því að hún yrði fræg um allan heim ef hún giftist Harry, en hún gerði sér ekki grein fyrir því hversu litla stjórn hún hefði á dagsdaglegum umfjöllunum um sig og hversu mikla gagnrýni hún fengi.

Allt fór samt að versna eftir að sonur þeirra fæddist. Harry og Megan vildu halda honum úr sviðsljósinu og það pirraði fjölmiðla í Bretlandi. Fjölmiðlar áttu von á að fá að birta myndir af Archie fljótlega eins og þeir gerðu þegar William og Kate eignuðust sín börn. Heimildarmennirnir sögðu líka að Meghan og Harry hefðu verið hvött til að vera aðeins opnari en þau spyrntu við fótum. Skattgreiðendum í Bretlandi fannst þeir leggja það mikið að mörkum til að þau gætu lifað kóngalífi, að þau hefðu rétt á því að vita nokkur smáatriði um líf Meghan og Harry.

Sjá einnig: 10 stjörnur sem líkar EKKI við Meghan Markle

Það kom svo að því að Meghan fékk nóg af stanslausri gagnrýni, mánuðum saman, um að hún væri að ofvernda Archie, meðal annars með því að hafa skírn hans fyrir luktum dyrum. Þó að Meghan og Harry hafi alltaf sagt að þau væru ekki að lesa greinar um sig sjálf, segir heimildarmaðurinn að þau hafi alveg vitað hvað var í gangi.

Meghan var reið yfir því hvernig fjallað var um skírnina og það var ein af ástæðunum fyrir því að Harry tók þá ákvörðun að draga sig í burtu frá þessu öllu saman.

Sjá einnig: Meghan Markle alveg brjáluð

Þau hafa tilkynnt að þau ætli að stíga til baka frá konungsfjölskyldunni og munu verja sínum tíma bæði í Kanada og í Englandi. Meghan er ennþá reið við fjölmiðla og hefur nú þegar hótað því að lögsækja fjölmiðil sem tók myndir af henni úti að labba með Archie í Vancouver.

SHARE